Barátta Illuga Gunnarssonar gegn ólæsi Jón Kalman Stefánsson skrifar 18. september 2014 07:00 Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Hvað er það sem framar öðru gerir okkur að þjóð, og sem bindur okkur saman? Ég held að svarið blasi við, að það sé tungumálið. Íslenskan. Ég er ekki að segja að íslenskan sé mikilvægari, merkilegri en önnur tungumál, en hún er okkar, og við erum þjóð meðan við höfum íslenskuna. Margar aðrar þjóðir gera sér grein fyrir mikilvægi tungumálsins og leggja mikið upp úr því að vernda það og styrkja með öllum ráðum. Meðal annars með því að leggja sem minnstar hömlur á bókaútgáfu, það er nefnilega í gegnum bækur sem tungumálið vex, dafnar og viðhelst. Hver þjóð hefur sinn háttinn á að sýna þann vilja í verki, Frakkar veita þeim sem ætla að opna nýja bókabúð sérlega hagstæð lán, og langflestar Evrópuþjóðir eru með undir 7% virðisaukaskatt á bókum – og Bretar, Írar, Úkraínumenn og Norðmenn með 0 prósent. Við höfum verið með 7%, frá 2007, en nú boðar ríkisstjórn hækkun upp í 12 prósent – og setur okkur þar með í hóp skussanna, þeirra fjögurra þjóða sem eru með jafn háan eða hærri skatt. Og hjá öllum þeim þjóðum á bókaútgáfan í miklum erfiðleikum.Aukinn kostnaður við nám Þegar aukinn skattur er lagður á atvinnugrein, er væntanlega hugað vandlega að því hvort það gangi nokkuð svo nærri henni að skaði hljótist af. Þessvegna ákvað núverandi ríkisstjórn til að mynda að lækka veiðigjöld á sjávarútveg, mat það svo að sú grein væri of viðkvæm, jafnvel þótt þrjú stærstu fyrirtækin séu að skila 10-22 milljarða hagnaði. Maður veltir fyrir sér hvort fjármálaráðherra okkar, Bjarni Benediktsson, hafi lagt jafnmikla alúð við að meta þau áhrif sem 5% hækkun á virðisauka gæti haft á bókaútgáfuna, sem er viðkvæm grein, veltan það lítil að smáar upphæðir til eða frá geta haft djúptækar afleiðingar; aukinn virðisaukaskattur gæti veitt smærri bókaútgáfum náðarhöggið. Fyrir utan þau áhrif sem hækkunin hefði á verð allra bóka, ekki bara sem heyra undir skáldskap, heldur líka skólabækur – með þessu væri ríkisstjórnin ekki einvörðungu að veita viðkvæmri, en mikilvægri atvinnugrein þungt högg, heldur í viðbót að auka kostnað allra heimila við nám barna sinna og þrengja ennfrekar að námsfólki við háskólana.Heróp Illuga? Bretar, Írar og Norðmenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur – og hafa Írar þó farið í gegnum enn þyngri sjó af erfiðleikum en við síðustu árin. Hversvegna? Jú, þeir gera sér grein fyrir því að styrkur hverrar þjóðar liggur í menningunni, í tungumálinu. Norðmenn og Írar eru stoltir af bókmenntaarfi sínum, en þeir vita að í heimi hraða, tækni og áreitis er bóklestur og sjálft tungumálið í stöðugri hættu, og að helsta andsvarið við minnkandi lestri barna liggur í öflugri bókaútgáfu – og því að halda verði bóka niðri. Gera sér grein fyrir því að þegar kemur að menningu svigna rök hagfræðinnar, eða eins og frægur maður sagði: „Sá sem ætlar sér að leggja mælikvarða debets og kredits á menningu, veit einfaldlega ekki hvað menning er, skilur ekki fyrir hvað hún stendur.“ Vita forystumenn ríkisstjórnarinnar, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð, Illugi Gunnarsson, Eygló Harðardóttir, og öll hin, fyrir hvað menningin stendur? Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fer nú um sveitir landsins og lýsir yfir áhyggjum sínum af minnkandi lestri barna, og þeirri staðreynd að börnin okkar verði sífellt verr læs, skilningur þeirra á tungumálinu fari þar með þverrandi – styður hann fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskattinum? Telur hann að hækkað bókaverð og gjaldþrot smærri bókaútgáfa sé heppilegt vopn í baráttunni gegn ólæsi?
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun