Baráttan um söguna Guðni Th. Jóhannesson skrifar 22. júní 2013 06:00 Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur. Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir. Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni. Á hinn bóginn næst aldrei einhugur í lýðræðislegu þjóðskipulagi um orsakir viðburða, hvað hafi skipt mestu máli og þar fram eftir götunum. Um þetta á fólk að takast, málefnalega og æsingalaust. Þannig miðar okkur fram á veg. Annað skiptir líka miklu máli: Fullkomin hlutlægni er ekki til. Fólk á þó samt að reyna að hafa það sem sannara reynist, svo vitnað sé í þjóðmenningararfinn. Og þess vegna brennur við að þeir sem vilja einfaldlega skilja hvers vegna svo fór sem fór hverju sinni verða ósammála valdhöfum þegar þeir reyna að nota söguna til að styðja eigin rök í málefnum líðandi stundar. Bilið á milli verður einfaldlega of mikið. Tökum dæmi: Þeir sem hafa kynnt sér sögu kreppuáranna á Íslandi til þess að skilja hana betur geta ekki verið sammála þeirri söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þá hafi Íslendingar sýnt það göfuga fordæmi að leysa erfið úrlausnarefni í sameiningu, eins og heyra mátti í stefnuræðu hans við upphaf sumarþings. Sannara er að sjaldan hafa landsmenn verið eins sundurþykkir og í kreppunni miklu. Þar að auki var ríkið á vonarvöl þegar harðærinu linnti loks á Íslandi með erlendu hernámi og skyndigróða. Bjargráðin komu að utan.Brengluð söguskoðun Á sama hátt hljóta þeir sem hafa kynnt sér sögu Íslendinga á nítjándu öld að efast um þau orð forsætisráðherra í ávarpi sínu 17. júní að þá hafi þjóðin öll trúað því að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og þau nýlendu- og herveldi sem heiminum réðu. Ekki einu sinni Jón Sigurðsson vildi rjúfa öll tengsl við Danmörku um sína daga og hér bjó ekki einhuga þjóð með einn draum og einn hag. Sé því haldið fram hverfur allur litur og allt líf úr sögunni. Einstaklingar verða aðeins hluti heildar, marserandi saman undir einum fána. Oft skiptir ólík sýn á söguna litlu sem engu máli í víðara ljósi. Almenningur getur þannig skemmt sér í sakleysi við að rökræða sannleiksgildi Íslendingasagna og fræðimenn deila gjarnan í sínum þrönga hópi um hugðarefni sem fáir aðrir hafa nokkuð álit á. En söguskoðun getur líka valdið skaða. Nú heyrist því stundum fleygt að efnahagsvanda Íslendinga megi að meira eða minna leyti rekja til útlendinga. Þannig beindi forsætisráðherra spjótum sínum að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Auðvitað var hann í fullum rétti til þess og ýmislegt má finna að framferði þeirra sem þar ráða ferðinni. En sögunni hefði alveg mátt fylgja að það voru íslensk stjórnvöld sem leituðu til þessara stofnana á sínum tíma. Það gerðist eftir stórkostlegt hrun á Íslandi. Bankar hrundu, gjaldmiðillinn líka og ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots. Hrun var það og hrun skal það heita. Og orsakir ófaranna var einkum að finna hér á landi. Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Áhugi á liðinni tíð er hverjum manni nauðsynlegur. Sömuleiðis eru sameiginlegar minningar forsenda þess að fólk taki höndum saman og myndi samfélög, myndi þjóðir. Þess vegna er sjálfsagt að á hátíðarstundum minnist fólk sögunnar, ekki síst þess sem vel gekk og hafa má til eftirbreytni. Á hinn bóginn næst aldrei einhugur í lýðræðislegu þjóðskipulagi um orsakir viðburða, hvað hafi skipt mestu máli og þar fram eftir götunum. Um þetta á fólk að takast, málefnalega og æsingalaust. Þannig miðar okkur fram á veg. Annað skiptir líka miklu máli: Fullkomin hlutlægni er ekki til. Fólk á þó samt að reyna að hafa það sem sannara reynist, svo vitnað sé í þjóðmenningararfinn. Og þess vegna brennur við að þeir sem vilja einfaldlega skilja hvers vegna svo fór sem fór hverju sinni verða ósammála valdhöfum þegar þeir reyna að nota söguna til að styðja eigin rök í málefnum líðandi stundar. Bilið á milli verður einfaldlega of mikið. Tökum dæmi: Þeir sem hafa kynnt sér sögu kreppuáranna á Íslandi til þess að skilja hana betur geta ekki verið sammála þeirri söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að þá hafi Íslendingar sýnt það göfuga fordæmi að leysa erfið úrlausnarefni í sameiningu, eins og heyra mátti í stefnuræðu hans við upphaf sumarþings. Sannara er að sjaldan hafa landsmenn verið eins sundurþykkir og í kreppunni miklu. Þar að auki var ríkið á vonarvöl þegar harðærinu linnti loks á Íslandi með erlendu hernámi og skyndigróða. Bjargráðin komu að utan.Brengluð söguskoðun Á sama hátt hljóta þeir sem hafa kynnt sér sögu Íslendinga á nítjándu öld að efast um þau orð forsætisráðherra í ávarpi sínu 17. júní að þá hafi þjóðin öll trúað því að hún ætti að vera sjálfstæð og njóta sama réttar og þau nýlendu- og herveldi sem heiminum réðu. Ekki einu sinni Jón Sigurðsson vildi rjúfa öll tengsl við Danmörku um sína daga og hér bjó ekki einhuga þjóð með einn draum og einn hag. Sé því haldið fram hverfur allur litur og allt líf úr sögunni. Einstaklingar verða aðeins hluti heildar, marserandi saman undir einum fána. Oft skiptir ólík sýn á söguna litlu sem engu máli í víðara ljósi. Almenningur getur þannig skemmt sér í sakleysi við að rökræða sannleiksgildi Íslendingasagna og fræðimenn deila gjarnan í sínum þrönga hópi um hugðarefni sem fáir aðrir hafa nokkuð álit á. En söguskoðun getur líka valdið skaða. Nú heyrist því stundum fleygt að efnahagsvanda Íslendinga megi að meira eða minna leyti rekja til útlendinga. Þannig beindi forsætisráðherra spjótum sínum að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Auðvitað var hann í fullum rétti til þess og ýmislegt má finna að framferði þeirra sem þar ráða ferðinni. En sögunni hefði alveg mátt fylgja að það voru íslensk stjórnvöld sem leituðu til þessara stofnana á sínum tíma. Það gerðist eftir stórkostlegt hrun á Íslandi. Bankar hrundu, gjaldmiðillinn líka og ríkið rambaði á barmi greiðsluþrots. Hrun var það og hrun skal það heita. Og orsakir ófaranna var einkum að finna hér á landi. Þá má meðal annars nefna brenglaða söguskoðun og blint sjálfshól. Svokallað efnahagsundur á Íslandi var rakið til meintra yfirburða Íslendinga í alþjóðaviðskiptum sem áttu síðan að eiga rætur sínar í arfleifð frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda. Fátt var fjær sanni og dramb er falli næst. Sagan sýnir það.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun