Erlent

Bareigendur í Bloemfontain undirbúa sig fyrir morgundaginn

Bareigendur í borginni Bloemfontein hafa fengið fyrirmæli um að vera vel birgir af bjór fyrir leikinn á morgun en þá mætast Englendingar og Þjóðverjar í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Suður Afríku. Búist er við um 25 þúsund enskum stuðningsmönnum og allt að 10 þúsund Þjóðverjum á leikinn. Þar sem leikurinn fer fram á sunnudegi er ekki hægt að kaupa bjór í búðum í Bloemfontain en hinsvegar má kaupa alkóhól á börum og á veitingahúsum.

Aðstandendur keppninnar hafa varað bareigendur við því að stuðningsmenn beggja liða komi frá miklum bjórdrykkjulöndum og því sé eins gott að hafa lagerstöðuna í lagi.

Engar takmarkanir verða settar á drykkju fyrir leikinn en búist er við mun öflugri öryggisgæslu á þessum leik en öðrum í kepnninni hingað til. Síðast þegar þjóðirnar áttust við í úrslitakeppni var árið 2000 í Evrópukeppni og brutust þá út miklar óeirðir í bænum Charleroi þar sem leikurinn fór fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×