Innlent

BBC 4 sýnir Næturvaktina í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bretar eiga möguleika á að kynnast aðalpersónum Næturvaktarinnar í næstu viku.
Bretar eiga möguleika á að kynnast aðalpersónum Næturvaktarinnar í næstu viku.
Breska sjónvarpsstöðin BBC 4 mun hefja sýningar á Næturvaktinni í næstu viku. Gert er ráð fyrir því að fyrsti þátturinn verði sýndur á mánudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC.

Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, segir þetta vera mikla viðurkenningu fyrir þættina. „Það er stórkostlegt að komast í breskt sjónvarp. Ég held að ég sé engu að ljúga þegar ég segi að þetta sé fyrsta íslenska sjónvarpsserían sem fer í sjónvarp í Bretlandi," segir Ragnar. Þættirnir verða sýndir með íslensku tali en enskum texta. „Það er ekkert mjög algengt að Bretar séu með svona textað efni þannig að þetta er gleðilegt," segir Ragnar.

Allar vaktarseríurnar og myndin Bjarnfreðarson voru sýndar í finnska sjónvarpinu í vetur við góðar orðstír. Hugsanlega verða þættirnir sýndir víðar, en erlent dreifingarfyrirtæki fer með söluréttinn að þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×