Innlent

BDSM fær aðild að Samtökunum '78

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Aðild BDSM-samtakanna að Samtökunum '78 hefur verið mikið deilumál.
Aðild BDSM-samtakanna að Samtökunum '78 hefur verið mikið deilumál. Vísir
Ljóst er að BDSM-samtökin fá aðild að Samtökunum ’78 en kosið var um málið á aðalfundi Samtakanna ’78 í dag. 179 félagsmenn kusu með aðild BDSM, 127 kusu á móti og þrír skiluðu auðu.

Aðild BDSM-samtakanna að Samtökunum ’78 hefur verið mikið hitamál undanfarin misseri en kosið var um aðildarumsóknina í vor.

Á aðalfundinum í dag fór einnig fram formannskjör Samtakanna ’78 en þar voru Kristín Sævarsdóttir og María Helga Guðmundsdóttir í framboði.

Þær eru á öndverðum meiði varðandi aðild BDSM að Samtökunum, Kristín er á móti aðild en María Helga fylgjandi. María Helga varð hlutskarpari í kosningunum og er því nýr formaður Samtakanna ’78.


Tengdar fréttir

Finnst Samtökin ´78 hafa gleymt þeim

Allt stefnir í klofning innan Samtakanna '78. Virðist sem hópur samkynhneigðra í samtökunum upplifi að hann hafi gleymst í baráttunni.

Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78

Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×