Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um slit óformlegra stjórnarmyndunarviðræðna flokkanna fimm en Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag. Rætt verður við Birgittu og formenn þeirra flokka sem stóðu í viðræðunum í kvöldfréttum.

Einnig verður fjallað um niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu grunnskólakennara um nýjan kjarasamning. Þá fjöllum við um slæman aðbúnað hælisleitenda á dvalarheimili þeirra í Víðinesi og ræðum við eigendur katta sem drápust eftir að eitrað hafði verið fyrir þeim í Hafnarfirði.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×