Innlent

Beltið bjargaði ökumanninum

Boði Logason skrifar
Akureyri
Akureyri
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hádeginu í dag á Eyjafjarðarbraut vestri við bæinn Espihól, með þeim afleiðingum að bíllinn valt eina veltu.

Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp ómeiddur en bíllinn er óökufær. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri sagði ökumaðurinn að beltið hafi bjargað sér frá því að slasast alvarlega.

Þá varð umferðaróhapp á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu á Akureyri klukkan fjögur í dag. Þar ók bíll sem var á biðskyldu í veg fyrir annan bíl. Enginn slasaðist en annar bíllinn er óökufær.

Lögreglan á Akureyri biðlar til ökumanna að keyra varlega því mikil hálka sé á götum bæjarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×