Bensín gæti farið í 250 krónur á lítrann áður en árið er liðið Valur Grettisson skrifar 3. janúar 2011 16:09 Runólfur Ólafsson segir það ekki fjarlægan möguleika að Íslendingar þurfi að borga 250 krónur fyrir lítrann eftir ár. „Væntingarnar, svona innan gæsalappa, og spá um að heimsmarkaðsverð haldi áfram að stíga, þá getur það gert að verkum að lítrinn fari upp í 250 krónur," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, en bensínverð hefur farið ört hækkandi síðustu mánuði. Nú er svo komið að algengt bensínverð á mannlausum bensínstöðvum er komið upp í rúmar 209 krónur fyrir lítrann og dísilolían upp í 211 krónur. Verðið mun svo hækka enn frekar þegar nýjir eldsneytisfarmar koma til landsins á næstu vikum. Runólfur segir ástæðan fyrir hækkandi heimsmarkaðsverði mega helst rekja til kuldakastsins í Evrópu undanfarnar vikur. Hann segir ástæðuna einnig aukna eftirspurn eftir eldsneyti hjá stórveldum eins og Kína þar sem yfirvöld reyna að hægja á offjölgun bíla eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá eru verksmiðjur knúnar áfram af orkugjafanum sem eykur enn á eftirspurnina og verður til þess að verð geti farið hækkandi að sögn Runólfs. Íslenska ríkið hefur hinsvegar verið duglegt við að skattleggja eldsneytið hér á landi. Runólfi reiknast til að álagning ríkisins á hvern bensínlítra verði 110 krónur nú á fyrstu mánuðum ársins. Fyrir um mánuði var álagningin 105 krónur. Til samanburðar þá var álagningin nærri 80 krónum fyrir einu og hálfu ári síðan. „Og þetta hefur margföldunaráhrif. Hátt eldsneytisverð hækkar meðal annars kostnað áætlunarbíla, strætisvagna, flutningskostnað og hefur aftur áhrif á vísitöluna og svo framvegis," segir Runólfur sem bætir við að hækkunin sé einnig gríðarlega blóðug fyrir fjölskyldurnar í landinu. „Við höfum bent á að hækkanirnar séu ekki á þetta bætandi," segir Runólfur og bendir á að samkvæmt rannsóknum Vegagerðarinnar þá hafi umferð beinlínis dregist saman á götunum eftir að eldsneytisverðið tók að hækka. „Það er í fyrsta skiptið í mörg ár," segir Runólfur sem telur minnkun umferðar aftur verða til þess að skattaálagning ríkisins nái í raun ekki tilætluðum árangri fyrir vikið. Það er dýrt að kaupa bensín. „Og þá þarf væntanlega að bæta í gjöldin svo ríkið geti mætt tekjutapinu sem ríkið telur sig verða fyrir," segir Runólfur og rifjar upp að sænska ríkisstjórnin hafi farið þveröftug að í kreppunni þar í landi árið 1990. „Þá létu þeir þennan málaflokk í friði í von um að rífa samfélagið upp úr dróma," segir Runólfur og bendir á að það hafi tekist prýðilega. Aukin bílaumferð hefur fjölmargar jákvæðar afleiðingar fyrir efnahaginn. Hann segir íslensku þjóðina hafa færri krónur á milli handanna heldur en áður. „Fólk þarf því að velja og hafna. Til að mynda hvort þau eigi að heimsækja frændfólkið eða fara og versla," segir Runólfur um margvísislegar afleiðingar hækkandi eldsneytisverðs. Um leið og nýir farmar koma til landsins á næstu vikum hækkar skattlagning hins opinbera enn frekar. Það er vegna þess að vörugjald á bensín og dísilolíu mun þá hækka um rúma krónu, með virðisaukasakatti, og kolefnisgjald á bensín um eina og fimmtíu og á dísilolíu um eina og áttatíu. Með þessum hækkununum fer bensínlítrinn í tæpar 212 krónur og dísillítrinn í 214 krónur, að því gefnu að verð frá olíufélögunum haldist óbreytt. Hlutfall opinberra gjalda í hverjum eldsneytislítra verður þá orðið um það bil 107 krónur. Eins og staðan er nú á heimsmarkaði má búast við hækkun frá olífélögunum líka, nema að heimsmarkaðsverð lækki alveg á næstunni, sem þykir ólíklegt. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Væntingarnar, svona innan gæsalappa, og spá um að heimsmarkaðsverð haldi áfram að stíga, þá getur það gert að verkum að lítrinn fari upp í 250 krónur," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, en bensínverð hefur farið ört hækkandi síðustu mánuði. Nú er svo komið að algengt bensínverð á mannlausum bensínstöðvum er komið upp í rúmar 209 krónur fyrir lítrann og dísilolían upp í 211 krónur. Verðið mun svo hækka enn frekar þegar nýjir eldsneytisfarmar koma til landsins á næstu vikum. Runólfur segir ástæðan fyrir hækkandi heimsmarkaðsverði mega helst rekja til kuldakastsins í Evrópu undanfarnar vikur. Hann segir ástæðuna einnig aukna eftirspurn eftir eldsneyti hjá stórveldum eins og Kína þar sem yfirvöld reyna að hægja á offjölgun bíla eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag. Þá eru verksmiðjur knúnar áfram af orkugjafanum sem eykur enn á eftirspurnina og verður til þess að verð geti farið hækkandi að sögn Runólfs. Íslenska ríkið hefur hinsvegar verið duglegt við að skattleggja eldsneytið hér á landi. Runólfi reiknast til að álagning ríkisins á hvern bensínlítra verði 110 krónur nú á fyrstu mánuðum ársins. Fyrir um mánuði var álagningin 105 krónur. Til samanburðar þá var álagningin nærri 80 krónum fyrir einu og hálfu ári síðan. „Og þetta hefur margföldunaráhrif. Hátt eldsneytisverð hækkar meðal annars kostnað áætlunarbíla, strætisvagna, flutningskostnað og hefur aftur áhrif á vísitöluna og svo framvegis," segir Runólfur sem bætir við að hækkunin sé einnig gríðarlega blóðug fyrir fjölskyldurnar í landinu. „Við höfum bent á að hækkanirnar séu ekki á þetta bætandi," segir Runólfur og bendir á að samkvæmt rannsóknum Vegagerðarinnar þá hafi umferð beinlínis dregist saman á götunum eftir að eldsneytisverðið tók að hækka. „Það er í fyrsta skiptið í mörg ár," segir Runólfur sem telur minnkun umferðar aftur verða til þess að skattaálagning ríkisins nái í raun ekki tilætluðum árangri fyrir vikið. Það er dýrt að kaupa bensín. „Og þá þarf væntanlega að bæta í gjöldin svo ríkið geti mætt tekjutapinu sem ríkið telur sig verða fyrir," segir Runólfur og rifjar upp að sænska ríkisstjórnin hafi farið þveröftug að í kreppunni þar í landi árið 1990. „Þá létu þeir þennan málaflokk í friði í von um að rífa samfélagið upp úr dróma," segir Runólfur og bendir á að það hafi tekist prýðilega. Aukin bílaumferð hefur fjölmargar jákvæðar afleiðingar fyrir efnahaginn. Hann segir íslensku þjóðina hafa færri krónur á milli handanna heldur en áður. „Fólk þarf því að velja og hafna. Til að mynda hvort þau eigi að heimsækja frændfólkið eða fara og versla," segir Runólfur um margvísislegar afleiðingar hækkandi eldsneytisverðs. Um leið og nýir farmar koma til landsins á næstu vikum hækkar skattlagning hins opinbera enn frekar. Það er vegna þess að vörugjald á bensín og dísilolíu mun þá hækka um rúma krónu, með virðisaukasakatti, og kolefnisgjald á bensín um eina og fimmtíu og á dísilolíu um eina og áttatíu. Með þessum hækkununum fer bensínlítrinn í tæpar 212 krónur og dísillítrinn í 214 krónur, að því gefnu að verð frá olíufélögunum haldist óbreytt. Hlutfall opinberra gjalda í hverjum eldsneytislítra verður þá orðið um það bil 107 krónur. Eins og staðan er nú á heimsmarkaði má búast við hækkun frá olífélögunum líka, nema að heimsmarkaðsverð lækki alveg á næstunni, sem þykir ólíklegt.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira