Berfættur í brunagaddi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Kristófer Kvaran við heimili sitt á Leifsgötunni á leið til vinnu, berfættur þrátt fyrir kuldann því honum finnst skilyrðin góð. vísir/Vilhelm „Ég er eiginlega alveg hættur að fara í skó,“ segir Kristófer Kvaran, tónlistarmaður og starfsmaður á leikskóla. Kristófer vekur athygli samferðamanna sinna þar sem hann gengur um borgina berfættur í frostinu. „Skilyrðin eru góð ef ég er að ganga rösklega frá einum stað til annars. En ef ég er á rólegu rölti og það er mikið af krapi og salti á götum þá bregð ég mér í þæfða ullarsokka. Þeir eru bestir og slitna síður. Ég er með þá í vasanum ef ég þarf á þeim að halda.“ Kristófer er tónlistarmaður og starfar í leikskóla við umönnun barna. „Ef ég er að spila í brúðkaupi þá fer ég í sokka og spariskó til að verða nú ekki miðdepillinn í athöfninni. En ég er svo fljótur að rífa mig úr þeim þegar starfinu er lokið. Eins í leikskólanum, þegar ég er að gæta barnanna úti, stundum þarf ég að fara í stígvél þótt oftast dugi ullarsokkarnir. Svo fór ég líka í skó um daginn þegar ég gekk á Esjuna á gamlárskvöld. Annars hef ég farið á Esjuna berfættur.“ Hann fór að sleppa skóm fyrir nokkrum árum þegar hann gerði tilraunir með að hlaupa berfættur. „Það var í ágústmánuði fyrir nokkrum árum að ég byrjaði að hlaupa berfættur. Ég sleppti skóm þennan mánuð til að safna siggi. Svo vatt það upp á sig. Til þess að byrja með var ég að fara í skó hörðustu vetrarmánuðina. En ég er stöðugt að ögra mér og finna mörkin.“ Kristófer verður stundum fyrir aðkasti vegna þess að hann er berfættur. „ Flestum finnst þetta bara skemmtilegt en sumir horfa á mig af hneykslan. Mér finnst leiðinlegt ef fólk er að flissa og taka myndir af mér í laumi. Ég er nefnilega alveg til í að sitja fyrir á mynd.“ Honum finnst gott að finna tengingu við jörðina. „Maður verður háður því að vera sjálfur neðsti punkturinn. Um leið og ég er kominn í skó þá missi ég tenginguna.“ Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
„Ég er eiginlega alveg hættur að fara í skó,“ segir Kristófer Kvaran, tónlistarmaður og starfsmaður á leikskóla. Kristófer vekur athygli samferðamanna sinna þar sem hann gengur um borgina berfættur í frostinu. „Skilyrðin eru góð ef ég er að ganga rösklega frá einum stað til annars. En ef ég er á rólegu rölti og það er mikið af krapi og salti á götum þá bregð ég mér í þæfða ullarsokka. Þeir eru bestir og slitna síður. Ég er með þá í vasanum ef ég þarf á þeim að halda.“ Kristófer er tónlistarmaður og starfar í leikskóla við umönnun barna. „Ef ég er að spila í brúðkaupi þá fer ég í sokka og spariskó til að verða nú ekki miðdepillinn í athöfninni. En ég er svo fljótur að rífa mig úr þeim þegar starfinu er lokið. Eins í leikskólanum, þegar ég er að gæta barnanna úti, stundum þarf ég að fara í stígvél þótt oftast dugi ullarsokkarnir. Svo fór ég líka í skó um daginn þegar ég gekk á Esjuna á gamlárskvöld. Annars hef ég farið á Esjuna berfættur.“ Hann fór að sleppa skóm fyrir nokkrum árum þegar hann gerði tilraunir með að hlaupa berfættur. „Það var í ágústmánuði fyrir nokkrum árum að ég byrjaði að hlaupa berfættur. Ég sleppti skóm þennan mánuð til að safna siggi. Svo vatt það upp á sig. Til þess að byrja með var ég að fara í skó hörðustu vetrarmánuðina. En ég er stöðugt að ögra mér og finna mörkin.“ Kristófer verður stundum fyrir aðkasti vegna þess að hann er berfættur. „ Flestum finnst þetta bara skemmtilegt en sumir horfa á mig af hneykslan. Mér finnst leiðinlegt ef fólk er að flissa og taka myndir af mér í laumi. Ég er nefnilega alveg til í að sitja fyrir á mynd.“ Honum finnst gott að finna tengingu við jörðina. „Maður verður háður því að vera sjálfur neðsti punkturinn. Um leið og ég er kominn í skó þá missi ég tenginguna.“
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira