Innlent

Berghlaupssvæðið við Öskju fyrir og eftir hlaup

Randver Kári Randversson skrifar
Efri myndin sýnir berghlaupssvæðið þremur dögum fyrir hlaupið. Neðri myndin er tekin fjórum klukkustundum eftir hlaupið. Útlína hlaupsins er teiknuð á myndina.
Efri myndin sýnir berghlaupssvæðið þremur dögum fyrir hlaupið. Neðri myndin er tekin fjórum klukkustundum eftir hlaupið. Útlína hlaupsins er teiknuð á myndina. Mynd/Ármann Höskuldsson/Jón Kristinn Helgason
Berghlaupið sem varð í Suðurbotnum í Öskju 21. júlí olli miklum breytingum við Öskjuvatn, en talið er að hlaupið sé eitt það allra stærsta sem fallið hefur undanfarna áratugi.

Á þessum myndum sem birtar hafa verið á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs má sjá berghlaupssvæðið annars vegar þremur dögum fyrir hlaupið og hins vegar fjórum klukkustundum eftir hlaupið.

Landfall í skriðunni er talið hafa numið á milli 50 og 60 milljónum rúmmetra, og féllu um 24 milljónir rúmmetra af jarðvegi út í vatnið, en það orsakaði olli flóðbylgju sem náði alveg inn í Víti. Við skriðufallið hækkaði vatnsborð Öskjuvatns um tvo metra, og komu þessar hamfarir fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.

 


Tengdar fréttir

Ótrygg staða við Öskju

Enn hrynur eitthvað úr brotstálinu ofan við skriðuna, sem féll í Öskjuvatn, þannig að stálið er enn ótryggt.

Veruleg hætta á skriðuföllum

Enn er hætta á frekari skriðuföllum við Öskju, en skriðan sem féll á þeim slóðum síðastliðinn mánudag er ein sú stærsta sem vitað er um hér á landi að mati vísindamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×