Besti bíll SsangYong Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 14:45 SsangYoung Tivoli tekur sig vel út í fagurri íslenskri náttúru. Reynsluakstur – SsangYong Tivoli Svo til allir bílaframleiðendur heimsins bjóða uppá jepplinga, enda sá flokkur bíla sem vex hvað hraðast. Einn af minni bílaframeiðendum heims er S-kóreski bílaframleiðandinn SsangYong og þar á bæ er engin undantekning á því. Nýkominn er til landsins jepplingurinn Tivoli frá SsangYong og er hann allrar athygli verður. Tivoli fellur í flokk minni jepplinga, en hann á þó stærri bróður sem í grunninn er sami bíllinn, en bara nokkru lengri og ber stafina XLV. Tivoli er hvað stærð varðar ámóta og Nissan Juke, en XLV 24 cm lengri en litli bróðurinn. Það er Bílabúð Benna sem selur SsangYong bíla á Íslandi og hefur gert lengi. Flestir muna vel eftir SsangYong Musso jeppanum sem seldist einkar vel hérlendis og var framleiddur á árunum 1993 til 2005. Margir þessara bíla eru ennþá á götunum þó þeim fari örlítið fækkandi. SangYong hefur þá sérstöðu meðal bílaframleiðenda að framleiða svo til eingöngu jepplinga og jeppa og þar má segja að fyrirtækinu hafi lukkast að staðsetja sig vel því sala í slíkum bílum er og hefur verið mjög góð í heiminum að undanförnu. Enda er fljúgandi gangur í sölunni hjá SsangYong, sem ekki síst er einmitt að þakka nýjum Tivoli. Salan hefur vaxið um 55,9% í ár hans vegna og alls hefur SsangYong selt 100.000 Tivoli bíla, níu mánuðum fyrr en áætlanir SsangYong sögðu upphaflega til um.Snotur jepplingur með coupé-lagi En hvernig skildi þessi eftirsótti bíll reynast? Fyrir það fyrsta er ytra útlit hans ágætlega lukkað. Hann er með flottum og nokkuð köntuðum línum, snaggaralegur með sitt kassalaga form, en samt nútímalega teiknaður. Hann er með rísandi gluggalínu og verður því sportlegur fyrir vikið. Afturglugginn er fremur smár og því verður afturendinn örlítið fólksbílalegur. Þaklína bílsins fer lækkandi aftur og því má segja að bíllinn sé með hálfgerðu coupé-formi. Ekki fer fjarri að hann minni örlítið á Range Rover Evoque og er þar ekki leiðum að líkjast. Að mati greinarskrifara fer hér fallegasti bíll SsangYong og á það bæði við um styttri bílinn Tivoli og þann lengri, XLV. Að innan er Tivoli einnig hinn snotrasti bíll og fyrir svo ódýran bíl kemur bæði staðalbúnaður og frágangur á óvart. Efnisval innréttingarinnar er þó í ódýrari kantinum og plast þar ríkjandi en lítur samt vel út. Talandi um verð þá má fá Tivoli frá 3.790.000 krónum. Er þá um að ræða beinskiptan bíl með tauáklæði, en hann kostar 4.390.000 kr. sjálfskiptur og 4.890.000 kr. með leðuráklæði á sætum og ýmislegt fleira góðgæti.1,6 lítra dísilvél með 300 Nm togBæði Tivoli og XLV koma með 1,6 lítra bensín- eða dísilvélum frá framleiðanda sem báðar uppfylla Euro 6 staðalinn, en í bili eru þeir aðeins í boði hjá Bílabúð Benna með dísilvélinni. Hún er skráð fyrir 115 hestöflum og dugar bílnum hreint ágætlega. Enda er hún með 300 Nm tog og með henni finnst ökumanni bíllinn aldrei aflvana, þó svo alltaf sé gaman að vera með aðeins meira afl. Uppgefin eyðsla dísilvélarinnar er litlir 4,7 lítrar og í reynsluakstri hjó bíllinn bara nokkuð nálægt þeirri tölu, þó svo hún næðist aldrei alveg. Það er í sjálfu sér hreint magnað að það dugi jepplingi að vera með aðeins 1,6 lítra sprengirými og að ná svo lágum eyðslutölum á slíkum bíl. Það eru breyttir tímar og jepplingar geta greinilega eytt jafn litlu og fólksbílar. Vélarnar tengjast svo 6 gíra Aisin sjálfskiptingu eða beinskiptingu og virkuðu þær báðar vel og var talsverð hrifning yfir þægilegri beinskiptingunni. Tivoli og XLV eru hérlendis aðeins í boði fjórhjóladrifnir þó svo bíllinn sé einnig framleiddur með framhjóladrifi. Annar kostur við bílinn er að hann kemur með læsanlegum millikassa, svo þessi bíll er alveg fær um að glíma við ófærurnar.Á mjög góðu verði Þó svo að Tivoli teljist ekki stórvaxinn jepplingur þá er yfrið pláss fyrir bæði aftursætisfarþega, sem og í farangursrými hans, sem er 423 lítrar. Satt að segja kom mikið á óvart hve mikið fóta- og höfuðrými eru í aftursætunum. Ef stærri XLV bíllinn er valinn er gott að vita af 720 lítra farangursrými hans og er sú stærð farin að minna á stóra jeppa. Ekki vantar svo hin ýmsu geymslurými og er það til vitnis um sniðuglega innri hönnun bílsins. Aksturseiginleikar bílsins er hreint ágætir, hliðarhalli lítill í beygjum og fjöðrunarkerfið át vel allar misfellur. Mjög þægilegt er að snattast á bílnum í borgarumferð og hann ræður ágætlega við hraða utan hennar, en þar voru þó akstureiginleikarnir síðri. Erlendir bílablaðamenn, ásamt greinarritara eru sammála um að hér fari besti bíll SsanYong hingað til og er það ekki slæmur dómur. Ekki er svo verra að vita af 5 ára ábyrgð frá framleiðanda. Svolítið erfitt er að bera saman verð samkeppnisbíla Tivoli, en Nissan Juke með framhjóladrifi má fá frá 3.490.000 kr. en fjórhjóladrifinn frá 4.590.000 kr. en þá er hann kominn með 190 hestafla dísilvél. Renault Captur kostar frá 3.390.000 kr. en þar fer einnig framhjóldrifinn bíll með aðeins 90 hestafla vél.Kostir: Útlit, staðalbúnaður, verðÓkostir: Efnisval í innréttingu, akstuseiginleikar í hraðari akstri 1,6 l. dísilvél, 115 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 119 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. Hámarkshraði: 175 km/klst Verð frá: 3.790.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaLaglegastyi framsvipur.Hin flottasta innrétting í Tivoli.Prýðilegt skottrými, en talsvert miklu stærra í lengri bróðurnum, XLV.SSangYong XLV er lengri bróðir Tivoli og með 720 lítra skottrými. Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Reynsluakstur – SsangYong Tivoli Svo til allir bílaframleiðendur heimsins bjóða uppá jepplinga, enda sá flokkur bíla sem vex hvað hraðast. Einn af minni bílaframeiðendum heims er S-kóreski bílaframleiðandinn SsangYong og þar á bæ er engin undantekning á því. Nýkominn er til landsins jepplingurinn Tivoli frá SsangYong og er hann allrar athygli verður. Tivoli fellur í flokk minni jepplinga, en hann á þó stærri bróður sem í grunninn er sami bíllinn, en bara nokkru lengri og ber stafina XLV. Tivoli er hvað stærð varðar ámóta og Nissan Juke, en XLV 24 cm lengri en litli bróðurinn. Það er Bílabúð Benna sem selur SsangYong bíla á Íslandi og hefur gert lengi. Flestir muna vel eftir SsangYong Musso jeppanum sem seldist einkar vel hérlendis og var framleiddur á árunum 1993 til 2005. Margir þessara bíla eru ennþá á götunum þó þeim fari örlítið fækkandi. SangYong hefur þá sérstöðu meðal bílaframleiðenda að framleiða svo til eingöngu jepplinga og jeppa og þar má segja að fyrirtækinu hafi lukkast að staðsetja sig vel því sala í slíkum bílum er og hefur verið mjög góð í heiminum að undanförnu. Enda er fljúgandi gangur í sölunni hjá SsangYong, sem ekki síst er einmitt að þakka nýjum Tivoli. Salan hefur vaxið um 55,9% í ár hans vegna og alls hefur SsangYong selt 100.000 Tivoli bíla, níu mánuðum fyrr en áætlanir SsangYong sögðu upphaflega til um.Snotur jepplingur með coupé-lagi En hvernig skildi þessi eftirsótti bíll reynast? Fyrir það fyrsta er ytra útlit hans ágætlega lukkað. Hann er með flottum og nokkuð köntuðum línum, snaggaralegur með sitt kassalaga form, en samt nútímalega teiknaður. Hann er með rísandi gluggalínu og verður því sportlegur fyrir vikið. Afturglugginn er fremur smár og því verður afturendinn örlítið fólksbílalegur. Þaklína bílsins fer lækkandi aftur og því má segja að bíllinn sé með hálfgerðu coupé-formi. Ekki fer fjarri að hann minni örlítið á Range Rover Evoque og er þar ekki leiðum að líkjast. Að mati greinarskrifara fer hér fallegasti bíll SsangYong og á það bæði við um styttri bílinn Tivoli og þann lengri, XLV. Að innan er Tivoli einnig hinn snotrasti bíll og fyrir svo ódýran bíl kemur bæði staðalbúnaður og frágangur á óvart. Efnisval innréttingarinnar er þó í ódýrari kantinum og plast þar ríkjandi en lítur samt vel út. Talandi um verð þá má fá Tivoli frá 3.790.000 krónum. Er þá um að ræða beinskiptan bíl með tauáklæði, en hann kostar 4.390.000 kr. sjálfskiptur og 4.890.000 kr. með leðuráklæði á sætum og ýmislegt fleira góðgæti.1,6 lítra dísilvél með 300 Nm togBæði Tivoli og XLV koma með 1,6 lítra bensín- eða dísilvélum frá framleiðanda sem báðar uppfylla Euro 6 staðalinn, en í bili eru þeir aðeins í boði hjá Bílabúð Benna með dísilvélinni. Hún er skráð fyrir 115 hestöflum og dugar bílnum hreint ágætlega. Enda er hún með 300 Nm tog og með henni finnst ökumanni bíllinn aldrei aflvana, þó svo alltaf sé gaman að vera með aðeins meira afl. Uppgefin eyðsla dísilvélarinnar er litlir 4,7 lítrar og í reynsluakstri hjó bíllinn bara nokkuð nálægt þeirri tölu, þó svo hún næðist aldrei alveg. Það er í sjálfu sér hreint magnað að það dugi jepplingi að vera með aðeins 1,6 lítra sprengirými og að ná svo lágum eyðslutölum á slíkum bíl. Það eru breyttir tímar og jepplingar geta greinilega eytt jafn litlu og fólksbílar. Vélarnar tengjast svo 6 gíra Aisin sjálfskiptingu eða beinskiptingu og virkuðu þær báðar vel og var talsverð hrifning yfir þægilegri beinskiptingunni. Tivoli og XLV eru hérlendis aðeins í boði fjórhjóladrifnir þó svo bíllinn sé einnig framleiddur með framhjóladrifi. Annar kostur við bílinn er að hann kemur með læsanlegum millikassa, svo þessi bíll er alveg fær um að glíma við ófærurnar.Á mjög góðu verði Þó svo að Tivoli teljist ekki stórvaxinn jepplingur þá er yfrið pláss fyrir bæði aftursætisfarþega, sem og í farangursrými hans, sem er 423 lítrar. Satt að segja kom mikið á óvart hve mikið fóta- og höfuðrými eru í aftursætunum. Ef stærri XLV bíllinn er valinn er gott að vita af 720 lítra farangursrými hans og er sú stærð farin að minna á stóra jeppa. Ekki vantar svo hin ýmsu geymslurými og er það til vitnis um sniðuglega innri hönnun bílsins. Aksturseiginleikar bílsins er hreint ágætir, hliðarhalli lítill í beygjum og fjöðrunarkerfið át vel allar misfellur. Mjög þægilegt er að snattast á bílnum í borgarumferð og hann ræður ágætlega við hraða utan hennar, en þar voru þó akstureiginleikarnir síðri. Erlendir bílablaðamenn, ásamt greinarritara eru sammála um að hér fari besti bíll SsanYong hingað til og er það ekki slæmur dómur. Ekki er svo verra að vita af 5 ára ábyrgð frá framleiðanda. Svolítið erfitt er að bera saman verð samkeppnisbíla Tivoli, en Nissan Juke með framhjóladrifi má fá frá 3.490.000 kr. en fjórhjóladrifinn frá 4.590.000 kr. en þá er hann kominn með 190 hestafla dísilvél. Renault Captur kostar frá 3.390.000 kr. en þar fer einnig framhjóldrifinn bíll með aðeins 90 hestafla vél.Kostir: Útlit, staðalbúnaður, verðÓkostir: Efnisval í innréttingu, akstuseiginleikar í hraðari akstri 1,6 l. dísilvél, 115 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 4,7 l./100 km í bl. akstri Mengun: 119 g/km CO2 Hröðun: 12,0 sek. Hámarkshraði: 175 km/klst Verð frá: 3.790.000 kr. Umboð: Bílabúð BennaLaglegastyi framsvipur.Hin flottasta innrétting í Tivoli.Prýðilegt skottrými, en talsvert miklu stærra í lengri bróðurnum, XLV.SSangYong XLV er lengri bróðir Tivoli og með 720 lítra skottrými.
Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent