Betri er krókur en kelda Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt tillögur sínar að breytingum á byggingareglugerð. Markmið þeirra er að lækka byggingarkostnað vegna íbúða, sem er hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar á sviði húsnæðismála í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Meðal þess sem lagt er til í drögum að þessum breytingum er að fjölgað verði framkvæmdum sem eru undanþegnar byggingarleyfi auk þess sem nákvæmar stærðarkröfur verðî felldar niður. Þá á að auka sveigjanleika og einfalda ákvæði. * Stærðarkröfum vegna hjólastóla verður breytt, sveigjanleiki bílastæða fyrir fatlaða aukinn ásamt öðru. Þá verður slakað á kröfum um lofthæð og birtuskilyrði, um svalir og auk þess bætt við nýju búsetuformi þar sem minni kröfur verða gerðar um aðgengi. Loks verður ákvæði um sorpgeymslur einfaldað. Í grunninn hefur hagkvæmni við íbúðabyggingar verið nær ómöguleg samkvæmt núgildandi reglugerð. Það hefur verið bannað að byggja eftir raunverulegum þörfum. Burtséð frá fjölskyldustærð, söfnunarþörf og dálæti skulu allir hafa ákveðið stóra geymslu, ákveðið hátt til lofts, ákveðið breiða ganga eða ákveðið stórt þvottahús. Nú eða lyftu í öllum húsum sem telja þrjár hæðir eða meira. Hver þessara reglna um sig kostar síðan íbúðarkaupanda nokkrar milljónir króna, burtséð frá því hvort hann hafi nokkra raunverulega þörf fyrir rúmt þvottahús eða bílastæði. Það er ómögulegt að byggja upp húsnæði með þeim hætti að allt henti öllum. Sveigjanleiki verður að vera til staðar. Auðvitað er markmið núgildandi reglugerðar skref til að auka jöfnuð fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. En ljóst er að of langt var gengið. Reglugerðin nefnilega mismunar öðrum hópi. Ástandið á húsnæðismarkaði er með þeim hætti að stór hluti þjóðarinnar, þar fremst í flokki ungt fólk, sér ekki fram á að hafa ráð á fasteign sem mætir þörfum þess, hvort heldur sem er til kaupa eða leigu. Húsnæðisverð er gífurlega hátt og leiguverð síst lægra. Breytingar á byggingareglugerð til einföldunar og slökun á hinum ýmsu kröfum mun vonandi fyrst og fremst hafa áhrif til góðs fyrir ungt fólk og þá sem vilja kaupa sér lítið, ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði. Þó að ekki megi líta fram hjá aðgengismálum fatlaðra, sem vissulega eru mikilvæg og ættu á ýmsum stöðum að vera meira forgangsmál, verður að styðja rétt fólks til að geta lifað sómasamlegu lífi og rétt þeirra til að geta átt þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Fólk verður að geta valið að búa í litlum íbúðum sem nýta plássið vel og henta fjölskyldustærð og efnahag þess. Það þarf ekki allt að vera eins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt tillögur sínar að breytingum á byggingareglugerð. Markmið þeirra er að lækka byggingarkostnað vegna íbúða, sem er hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar á sviði húsnæðismála í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Meðal þess sem lagt er til í drögum að þessum breytingum er að fjölgað verði framkvæmdum sem eru undanþegnar byggingarleyfi auk þess sem nákvæmar stærðarkröfur verðî felldar niður. Þá á að auka sveigjanleika og einfalda ákvæði. * Stærðarkröfum vegna hjólastóla verður breytt, sveigjanleiki bílastæða fyrir fatlaða aukinn ásamt öðru. Þá verður slakað á kröfum um lofthæð og birtuskilyrði, um svalir og auk þess bætt við nýju búsetuformi þar sem minni kröfur verða gerðar um aðgengi. Loks verður ákvæði um sorpgeymslur einfaldað. Í grunninn hefur hagkvæmni við íbúðabyggingar verið nær ómöguleg samkvæmt núgildandi reglugerð. Það hefur verið bannað að byggja eftir raunverulegum þörfum. Burtséð frá fjölskyldustærð, söfnunarþörf og dálæti skulu allir hafa ákveðið stóra geymslu, ákveðið hátt til lofts, ákveðið breiða ganga eða ákveðið stórt þvottahús. Nú eða lyftu í öllum húsum sem telja þrjár hæðir eða meira. Hver þessara reglna um sig kostar síðan íbúðarkaupanda nokkrar milljónir króna, burtséð frá því hvort hann hafi nokkra raunverulega þörf fyrir rúmt þvottahús eða bílastæði. Það er ómögulegt að byggja upp húsnæði með þeim hætti að allt henti öllum. Sveigjanleiki verður að vera til staðar. Auðvitað er markmið núgildandi reglugerðar skref til að auka jöfnuð fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. En ljóst er að of langt var gengið. Reglugerðin nefnilega mismunar öðrum hópi. Ástandið á húsnæðismarkaði er með þeim hætti að stór hluti þjóðarinnar, þar fremst í flokki ungt fólk, sér ekki fram á að hafa ráð á fasteign sem mætir þörfum þess, hvort heldur sem er til kaupa eða leigu. Húsnæðisverð er gífurlega hátt og leiguverð síst lægra. Breytingar á byggingareglugerð til einföldunar og slökun á hinum ýmsu kröfum mun vonandi fyrst og fremst hafa áhrif til góðs fyrir ungt fólk og þá sem vilja kaupa sér lítið, ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði. Þó að ekki megi líta fram hjá aðgengismálum fatlaðra, sem vissulega eru mikilvæg og ættu á ýmsum stöðum að vera meira forgangsmál, verður að styðja rétt fólks til að geta lifað sómasamlegu lífi og rétt þeirra til að geta átt þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Fólk verður að geta valið að búa í litlum íbúðum sem nýta plássið vel og henta fjölskyldustærð og efnahag þess. Það þarf ekki allt að vera eins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun