Biðin setur ferðaþjónustuna á hausinn Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. júlí 2011 18:45 Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira