Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. október 2014 09:30 Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O'Leary og April Frigge fyrir framan Kvennadeild Landspítalans. vísir/Ernir „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ segir Denis O'Leary, kaþólskur prestur við Maríukirkju í Breiðholti, sem ásamt þeim Ásdísi Terisitu Einarsson frá Filippseyjum, April Frigge frá Bandaríkjunum og Francis Steinar er mættur fyrir utan Kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir þeim fóstrum sem er eytt á degi hverjum og hugarfarsbreytingu kvenna til fóstureyðinga. Öll eiga þau það sameiginlegt að tilheyra kaþólsku kirkjunni á Íslandi og koma í hverju einasta þriðjudagshádegi saman við Kvennadeild Landspítalans og fara með bænir. Þau drúpa höfði og fara með hljóða bæn sem þau lesa af plastspjöldum sem skreytt eru myndum af fóstrum. Þau segja misjafnt hversu margir mæta á bænafundinn hverju sinni en oftast séu það tveir til átta einstaklingar. Það var kalt í veðri þegar blaðamaður ræddi við hópinn en að sögn April láta þau kulda og óveður ekki á sig fá. Til að verjast kuldanum eru April og Denis með húfur sem eru merktar félaginu Lífsvernd og búið er að sauma í slagorðið „stöðvum fóstureyðingar“. „Það mætir alltaf einhver hingað til að biðja, sama hvernig veðrið er. Á síðasta ári voru jólin og gamlársdagur á þriðjudegi og við mættum hér alveg eins og aðra þriðjudaga. Reyndar ekki í hádeginu því að þá vorum við í messu,“ segir April. Hópurinn hefur sig ekki mikið í frammi og tekur fólk ekki tali á spítalalóðinni að fyrra bragði. Að sögn Denis kemur það þó fyrir að fólk nálgist þau af forvitni og þá sé rætt við fólkið og það fái að hlýða á boðskap þeirra hafi það áhuga á því. „Okkur finnst ekki í lagi að eyða fóstri og við viljum gjarnan koma þeim skilaboðum til annarra. Þó að fóstureyðingar sé leyfðar í dag viljum við fá fólk til að hugsa og vonumst eftir því að með tímanum sjái það hversu rangar þær eru. Eins og til dæmis með þrælahald. En við hlaupum ekki á eftir fólki til þess að breiða út boðskapinn,“ segir Denis og kímir. Francis bendir á að þrátt fyrir að þau sem eru samankomin þennan þriðjudag séu kaþólikkar, séu allir velkomnir sama hverrar trúar þeir eru. „Það er öllum velkomið með að biðja með okkur. Við breytum þá bara bænunum,“ segir hann. Að sögn félagsráðgjafa við Kvennadeildina hafa konur sem þangað leita ekki orðið fyrir ónæði af fólkinu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira