Innlent

Biðst afsökunar á að hafa kallað konur hórur

Boði Logason skrifar
Jón Jósep Snæbjörnsson
Jón Jósep Snæbjörnsson
„Þetta gerðist í hita leiksins á meðan gestir hátíðarinnar voru að skemmta sér hið besta," segir Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Svörtum fötum.

Jónsi var að spila með hljómsveitinni sinni „Í svörtum fötum" á Bestu útihátíðinni í gær en þar ávarpaði hann gesti á hátíðinni: „Herrar mínir og hórur" - líkt og Vísir greindi frá í dag. Dagný Óskarsdóttir, talskona Nei - hópsins, sagði við Vísi að hegðun Jónsa væri fyrir neðan allar hellur. Hún sagði ummælin endurspegla vanvirðingu við konur.

Dagný vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær og sagði að Jónsi hefði bætt við: „Eru ekki allar hórurnar í stuði? Ég fer ekki úr að ofan fyrr en það kemur berbrjósta stelpa upp á svið."

Jónsi segir í samtali við Vísi að í hugsunarleysi hafi hann sagt „herrar mínir og hórur" í tveimur kynningum á milli laga. „Hafi það komið illa við einhverja af gestum hátíðarinnar eða netverjum þykir mér það leitt. Ætlunin var ekki að særa neinn með þessu og síst af öllu endurspeglar þetta skoðun mína á kvenþjóðinni, hvað þá skoðun hljómsveitarinnar í svörtum fötum," segir Jónsi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×