Innlent

Biðst afsökunar og hættir starfi yfirmanns kynferðisbrotadeildar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin Björgvinsson hættir sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Björgvin Björgvinsson hættir sem yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur óskað eftir því að vera færður úr starfi yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í dagblaðinu DV hafi í gær birst ummæli höfð eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildarinnar sem endurspegli á engan hátt afstöðu eða viðhorf embættisins til kynferðisbrota eða fórnarlamba slíkra brota. Embættið harmi þessi ummæli og biðjist jafnframt afsökunar á þeim.

„Það er jafnframt mat yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar að ummælin séu til þess fallin að skaða trúverðugleika rannsókna lögreglunnar á þessu viðkvæma og mikilvæga sviði og það harmi hann. Í því ljósi hefur hann beðist afsökunar á þeim og óskað eftir því að vera færður úr starfi yfirmanns kynferðisbrotadeildar LRH. Hefur lögreglustjóri þegar fallist á þá beiðni," segir í tilkynningunni

Rannsóknir kynferðisbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu munu því frá deginum í dag heyra beint undir yfirmann rannsóknardeilda lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Friðrik Smára Björgvinsson yfirlögregluþjón.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×