Erlent

Biður Bandaríkjamenn um að vera vakandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, biður fólk um að vera vakandi. Mynd/ AFP.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, biður fólk um að vera vakandi. Mynd/ AFP.
„Við biðjum milljónir New York búa og Bandaríkjamanna um að hafa augun og eyrun hjá sér," segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún segir að það séu al-Qaeda samtökin sem séu að baki hryðjuverkaógnum sem steðja að Bandaríkjunum nú þegar 10 ár eru liðin frá árásunum þann 11. september 2001.

Clinton segir að vísbendingar séu um að ógnin beinist helst að New York og Washington. Nærri 3000 manns létust í New York, Washington og Pennsylvaníu þegar hryðjuverkaárásirnar urðu fyrir tíu árum.

„Al-Qaeda er aftur að reyna að skaða Bandaríkin og beinir nú sjónum sínum að New York og Washington," sagði Clinton í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×