Biður samkynhneigt fólk um fyrirgefningu 26. júní 2010 06:45 Séra Karl biðst fyrirgefningar á orðum sínum um áhrif þess að leyfa hjónaband samkynhneigðra. Hann hafi ekki ætlað sér að særa samkynhneigða. Biskup hafi „tekið afstöðu með hefðinni“ en íslenskt samfélag vilji breytingar. Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Hann biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband samkynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónabandið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitthvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið“. Hugtakinu væri þar með hent á sorphaugana. „Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefningar á því,“ segir séra Karl Sigurbjörnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Þetta var tilvísun í að verið væri að gjörbreyta stofnun sem á sér mjög fornar rætur og skilgreiningu. Það var út af fyrir sig óheppilega orðað, eins og ýmsar athugasemdir sem falla í hita leiksins,“ segir biskup. Of mikið hafi verið gert úr þessum orðum sínum. Spurður hvort hann hafi skipt um skoðun og telji ekki lengur að hjónabandið bíði hnekki við það að samkynhneigðir taki þátt í því, segir Karl að sitt sýnist hverjum um niðurstöðu Alþingis. „Ýmsir, þar á meðal ég, vildu halda í hefðina. Ég var oft í vafa um hvað væri rétt og rangt í þessum efnum,“ segir hann. Á endanum hafi Karl „tekið afstöðu með hefðinni“. Hann hafi talið það skyldu sína. „En íslenskt samfélag vildi það ekki, heldur vildi breyta þessari hefð og þessari skilgreiningu,“ segir biskup. Karl leggur áherslu á að hann hafi með orðum sínum ekki ætlað að særa samkynhneigða. Af og frá sé að hann hafi viljað standa gegn þeim í réttindabaráttu þeirra. „En nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið,“ segir biskup. klemens@frettabladid.is Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Hann biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband samkynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónabandið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitthvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið“. Hugtakinu væri þar með hent á sorphaugana. „Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefningar á því,“ segir séra Karl Sigurbjörnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Þetta var tilvísun í að verið væri að gjörbreyta stofnun sem á sér mjög fornar rætur og skilgreiningu. Það var út af fyrir sig óheppilega orðað, eins og ýmsar athugasemdir sem falla í hita leiksins,“ segir biskup. Of mikið hafi verið gert úr þessum orðum sínum. Spurður hvort hann hafi skipt um skoðun og telji ekki lengur að hjónabandið bíði hnekki við það að samkynhneigðir taki þátt í því, segir Karl að sitt sýnist hverjum um niðurstöðu Alþingis. „Ýmsir, þar á meðal ég, vildu halda í hefðina. Ég var oft í vafa um hvað væri rétt og rangt í þessum efnum,“ segir hann. Á endanum hafi Karl „tekið afstöðu með hefðinni“. Hann hafi talið það skyldu sína. „En íslenskt samfélag vildi það ekki, heldur vildi breyta þessari hefð og þessari skilgreiningu,“ segir biskup. Karl leggur áherslu á að hann hafi með orðum sínum ekki ætlað að særa samkynhneigða. Af og frá sé að hann hafi viljað standa gegn þeim í réttindabaráttu þeirra. „En nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skiptir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmætustu skuldbindingar. Það er aðalmálið,“ segir biskup. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira