Biður um leyfi fyrir farþegalest í Reykjavíkurhöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2014 00:01 Lestin þjónaði um stutt skeið í Viðey og gengur kannski í endurnýjun lífdaga í landi. Mynd/Eysteinn Þ. Yngvason Stjórn Faxaflóahafna segist jákvæð gagnvart tilraunarekstri á fimmtíu manna farþegalest við gömlu höfnina í Reykjavík. „Telja má mjög líklegt að lestin myndi skapa skemmtilega stemningu á svæðinu enda hentar hún fyrir alla aldurshópa. Jafnframt gæti hún stóraukið aðsókn að sjóminjasafninu Víkinni og ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum á Grandagarði,“ segir í leyfisumsókn Eysteins Þ. Yngvasonar. Að sögn Eysteins keypti hann lestina á sínum tíma þegar hann var með Viðeyjarferjuna sem hann rak til ársins 2008. „Lestin fékk gríðarlega góðar viðtökur og aðsóknin í bátinn jókst stórum, sérstaklega frá fjölskyldum og eldra fólki sem átti erfitt með gang og fannst frábært að fá svona ferð um eyjuna. En ég var ekki búinn að nota lestina nema nokkrar helgar þegar þetta var boðið út og annar tók við ferjurekstrinum svo ég tók lestina bara og setti í geymslu,“ segir Eysteinn. Í umsókn Eysteins kemur fram að aka eigi nánast á gönguhraða um Suðurbugt, upp Ægisgarð, gegn um slippsvæðið, niður Hlésgötu, út Rastargötu og stoppað við sjóminjasafnið. „Ég er búinn að finna fína leið. Við erum að fara að hittast, við hafnarstjóri, til að athuga hvort það séu einhver ljón í veginum fyrir því að hægt sé að koma þessu gang,“ segir Eysteinn sem kveðst munu geta hafið lestarferðirnar innan tveggja vikna frá því leyfi er veitt. Gert er ráð fyrir að ekið verði á klukkustundar fresti frá Miðbakka að Grandagarði eða jafnvel oftar gefist það betur að sögn Eysteins. „Þetta gæti verið skemmtileg viðbót á hafnarsvæðinu. Fólk gæti tekið lestina út á Granda og gengið til baka eða bara farið báðar leiðir með apparatinu,“ segir lestarstjórinn tilvonandi sem er þessa dagana að leggja lokahönd á standsetningu lestarinnar og vonast til að hún verði farin að líða eftir hafnarbakkanum um næstu mánaðamót. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stjórn Faxaflóahafna segist jákvæð gagnvart tilraunarekstri á fimmtíu manna farþegalest við gömlu höfnina í Reykjavík. „Telja má mjög líklegt að lestin myndi skapa skemmtilega stemningu á svæðinu enda hentar hún fyrir alla aldurshópa. Jafnframt gæti hún stóraukið aðsókn að sjóminjasafninu Víkinni og ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum á Grandagarði,“ segir í leyfisumsókn Eysteins Þ. Yngvasonar. Að sögn Eysteins keypti hann lestina á sínum tíma þegar hann var með Viðeyjarferjuna sem hann rak til ársins 2008. „Lestin fékk gríðarlega góðar viðtökur og aðsóknin í bátinn jókst stórum, sérstaklega frá fjölskyldum og eldra fólki sem átti erfitt með gang og fannst frábært að fá svona ferð um eyjuna. En ég var ekki búinn að nota lestina nema nokkrar helgar þegar þetta var boðið út og annar tók við ferjurekstrinum svo ég tók lestina bara og setti í geymslu,“ segir Eysteinn. Í umsókn Eysteins kemur fram að aka eigi nánast á gönguhraða um Suðurbugt, upp Ægisgarð, gegn um slippsvæðið, niður Hlésgötu, út Rastargötu og stoppað við sjóminjasafnið. „Ég er búinn að finna fína leið. Við erum að fara að hittast, við hafnarstjóri, til að athuga hvort það séu einhver ljón í veginum fyrir því að hægt sé að koma þessu gang,“ segir Eysteinn sem kveðst munu geta hafið lestarferðirnar innan tveggja vikna frá því leyfi er veitt. Gert er ráð fyrir að ekið verði á klukkustundar fresti frá Miðbakka að Grandagarði eða jafnvel oftar gefist það betur að sögn Eysteins. „Þetta gæti verið skemmtileg viðbót á hafnarsvæðinu. Fólk gæti tekið lestina út á Granda og gengið til baka eða bara farið báðar leiðir með apparatinu,“ segir lestarstjórinn tilvonandi sem er þessa dagana að leggja lokahönd á standsetningu lestarinnar og vonast til að hún verði farin að líða eftir hafnarbakkanum um næstu mánaðamót.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira