Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Hekla vill reisa 7.900 fermetra byggingu við Álfabakka með möguleika á stækkun upp í 12 þúsund fermetra. Fréttablaðið/Ernir Fréttablaðið/Ernir Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira