Bíllinn tekinn í skjóli nætur Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. janúar 2012 18:35 Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Tveggja barna móður rak í rogastans í morgun þegar hún hugðist keyra börnin sín í skólann. Bíllinn var horfinn. Lýsing lét vörslusvipta bílinn í skjóli nætur. Ömurleg vinnubrögð segir konan, óeðlileg vinnubrögð segir Umboðsmaður skuldara. Við erum í fullum rétti segir talsmaður Lýsingar. Það var um átta í morgun sem Rós María Oddsdóttir var á leið með börnin í skólann. Þegar hún kemur að bílastæðinu sér hún að bíllinn er ekki þar. Það fyrsta sem henni og börnunum datt í hug var að bílnum hefði verið stolið. „Þau sögðu: Mamma, eigum við ekki að hringja á lögguna og gá hvort hún finnur bófann." En Rós ákveður að hringja í Lýsingu til að spyrja hvort bíllinn hafi verið tekinn. „Og þeir svara því játandi." Lýsing sendir síðan mann til Rósar til að sækja lykilinn. Hún mátti ekki tæma bílinn sjálf, sem var fullur af persónulegum munum, m.a. útiflíkum og aukafatnaði sem börnin áttu að hafa með sér í skólann. Fjörutíu mínútum síðar kemur hann síðan með allt það dót sem hún var með í bílnum. Rós greiddi af bílnum í 4 ár, en hafði ekkert greitt í 10 mánuði, eða síðan hún sótti um greiðsluaðlögun. Enda má hún ekki greiða af skuldum sínum meðan umsóknin er í vinnslu, til að mismuna ekki kröfuhöfum. Lögmaður hennar gerði auk þess samkomulag við Lýsingu um að taka bílinn ekki á meðan, eins og fram kemur í tölvupósti frá lögfræðingi Lýsingar í ágúst, sem fréttastofa hefur afrit af: „Við stoppum málið hjá vörslusviptingu þangað til frumvarpið er komið." Fréttastofa bar málið undir Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, og spurði hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð hjá Lýsingu að hirða bíl í skjóli nætur án viðvörunar. Svanborg segir Umboðsmann skuldara hafa fundað með Lýsingu, einmitt til að kvarta undan þessum vinnubrögðum og hún kvaðst ekki telja þetta eðlileg vinnubrögð. Talsmaður Lýsingar sagði í samtali við fréttastofu í dag að fyrirtækið teldi sig í fullum rétti en að það forðaðist vörslusviptingu almennt í lengstu lög. En er Lýsing í fullum rétti? „Það eru áhöld um það hvort Lýsing sé í rétti að rifta samningum hjá fólki sem er í greiðsluskjóli," segir Svanborg. „Það eru deilur um það hvort þetta séu lánssamningar eða leigusamningar og hvort þetta heyrir þá undir greiðsluskjól. Það eru ákvæði í flestum samningum um að ef fólk leitar eftir nauðasamningi þá megi fjármálafyrirtækin rifta þeim samningum samstundis." Ef bílalánin eru lánssamningar þá mættu fjármálafyrirtækin ekki rukka eða vörslusvipta fólk á meðan það er í greiðsluskjóli. Ef bílalánin eru hins vegar leigusamningar, eru fjármálafyrirtækin hins vegar í fullum rétti. „En mér finnst lágmark að láta mann vita," segir Rós.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira