Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 18. september 2015 07:00 Hard Rock Café var starfrækt í Kringlunni á árunum 1987 til 2005. Fréttablaðið/Einar Ólason Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino's á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári. „Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,“ segir Birgir. Birgir segist vera búinn að ræða við forsvarsmenn Hard Rock í smá tíma, en hafi ákveðið að tryggja sér einkaleyfi í þann tíma sem hann þurfi til að skoða málið, þar sem aðrir aðilar voru einnig búnir að nálgast keðjuna. Spurður hvort hann telji að verði af þessu segist Birgir vera frekar jákvæður, annars hefði hann ekki verið að skoða þetta. „Hard Rock er vel þekkt vörumerki og þeir hafa undanfarin ár verið að blása nýju lífi í konseptið. Mikill fókus er núna á gæði í mat og slíku. Ég held að þetta henti vel á íslenskum markaði, en þetta er spurning um staðsetningu og tímasetningu,“ segir Birgir.Birgir BieltvedtBirgir segist telja að staðurinn þyrfti að vera miðsvæðis. Aðspurður útilokar hann ekki að opna í Kringlunni aftur en segist sjálfur hafa mestan áhuga á að opna í miðbænum. Birgir hefur enn ekki ákveðið hver muni taka þátt í þessu með honum. „Ég þarf fyrst að taka ákvörðun um að gera þetta, svo mun ég ákveða hver verður með mér í þessu,“ segir Birgir. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson (oft kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar) opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005. Tengdar fréttir Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06 Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04 Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino's á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári. „Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,“ segir Birgir. Birgir segist vera búinn að ræða við forsvarsmenn Hard Rock í smá tíma, en hafi ákveðið að tryggja sér einkaleyfi í þann tíma sem hann þurfi til að skoða málið, þar sem aðrir aðilar voru einnig búnir að nálgast keðjuna. Spurður hvort hann telji að verði af þessu segist Birgir vera frekar jákvæður, annars hefði hann ekki verið að skoða þetta. „Hard Rock er vel þekkt vörumerki og þeir hafa undanfarin ár verið að blása nýju lífi í konseptið. Mikill fókus er núna á gæði í mat og slíku. Ég held að þetta henti vel á íslenskum markaði, en þetta er spurning um staðsetningu og tímasetningu,“ segir Birgir.Birgir BieltvedtBirgir segist telja að staðurinn þyrfti að vera miðsvæðis. Aðspurður útilokar hann ekki að opna í Kringlunni aftur en segist sjálfur hafa mestan áhuga á að opna í miðbænum. Birgir hefur enn ekki ákveðið hver muni taka þátt í þessu með honum. „Ég þarf fyrst að taka ákvörðun um að gera þetta, svo mun ég ákveða hver verður með mér í þessu,“ segir Birgir. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson (oft kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar) opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005.
Tengdar fréttir Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06 Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04 Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Northvolt í þrot Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17
Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06
Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04
Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38