Birgitta: Síðan kemur okkur ekki við ef hún er ekki hýst á Íslandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. október 2014 18:34 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Vísir/GVA/Skjáskot af Twitter Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Síðan er fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, en lén hennar var skráð á Íslandi. Vefhýsirinn Advania hefur látið loka síðunni en Birgitta segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli – sérstaklega þegar um ræðir hatursáróður sem sé ólöglegur. „Ef vefurinn er hýstur á Íslandi, þá er þetta einfaldlega lögreglumál,“ sagði Birgitta í fréttum Stöðvar tvö í kvöld en Advania segir síðuna hafa verið hýsta í gegnum þriðja aðila, sennilega í Þýskalandi. Málið er til rannsóknar í dómsmálaráðuneytinu. Á síðunni mátti sjá fréttir, myndir og myndbönd af starfi Íslamska ríkisins sem hefur sölsað undir sig stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi með miklu ofbeldi og þjóðernishreinsunum. Birgitta telur það ekki tilviljun að samtökin hafi kosið að hýsa lén sitt hér. „Mér finnst ekki ólíklegt að þeir hafi rannsakað mjög vel hvernig stefna er viðhöfð hjá fyrirtækjum hvað varðar að taka lén niður,“ segir Birgitta.Óttast þjóðarmorð falli Kobani Vígamenn íslamska ríkisins hafa sótt látlaust að landamæraborginni Kobani í Sýrlandi sem er skammt frá landamærum Tyrklands og Íraks. Hermenn Kúrda í borginni eiga í vök að verjast og hafa notið liðsinni loftárása Bandaríkjahers. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að framið verði þjóðarmorð á þúsundum kúrda falli borgin í hendur vígamanna íslamska ríkisins. Tengdar fréttir Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og kafteinn Pírata, benti á tilvist síðunnar khilafah.is á Twitter í morgun. Síðan er fréttasíða hryðjuverkasamtakanna Íslamskt ríki, en lén hennar var skráð á Íslandi. Vefhýsirinn Advania hefur látið loka síðunni en Birgitta segir siðferðislegar spurningar um frjálst net vakna í svona máli – sérstaklega þegar um ræðir hatursáróður sem sé ólöglegur. „Ef vefurinn er hýstur á Íslandi, þá er þetta einfaldlega lögreglumál,“ sagði Birgitta í fréttum Stöðvar tvö í kvöld en Advania segir síðuna hafa verið hýsta í gegnum þriðja aðila, sennilega í Þýskalandi. Málið er til rannsóknar í dómsmálaráðuneytinu. Á síðunni mátti sjá fréttir, myndir og myndbönd af starfi Íslamska ríkisins sem hefur sölsað undir sig stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi með miklu ofbeldi og þjóðernishreinsunum. Birgitta telur það ekki tilviljun að samtökin hafi kosið að hýsa lén sitt hér. „Mér finnst ekki ólíklegt að þeir hafi rannsakað mjög vel hvernig stefna er viðhöfð hjá fyrirtækjum hvað varðar að taka lén niður,“ segir Birgitta.Óttast þjóðarmorð falli Kobani Vígamenn íslamska ríkisins hafa sótt látlaust að landamæraborginni Kobani í Sýrlandi sem er skammt frá landamærum Tyrklands og Íraks. Hermenn Kúrda í borginni eiga í vök að verjast og hafa notið liðsinni loftárása Bandaríkjahers. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að framið verði þjóðarmorð á þúsundum kúrda falli borgin í hendur vígamanna íslamska ríkisins.
Tengdar fréttir Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58 ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12 Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vefsíða IS til skoðunar hjá stjórnvöldum Innanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar vefsíðu öfgasamtakanna Íslamska ríkið, khilafah.is, sem hýst er hér á landi. 11. október 2014 17:58
ISIS með skráð lén á Íslandi: "Það er í sjálfu sér ekki hægt að koma í veg fyrir þetta“ Lén vefsíðu hryðjuverkasamtaka Íslamska ríkisins, ISIS, er skráð á Íslandi. Framkvæmdastjóri ISNIC - Internet á Íslandi segir það aðeins hafa verið tímaspursmál þar til að samtökin myndu útvega sér lén sem endar á .is. 11. október 2014 13:12
Síðu IS lokað af Advania Vefhýsirinn Advania hefur lokað fyrir vefsíðuna khilafah.is, fréttasíðu öfgasamtakanna Íslamskt ríki, sem skráð var á Íslandi. 11. október 2014 19:16