Birgitta segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð Anton Egilsson skrifar 12. nóvember 2016 13:32 Birgitta var ekki par sátt við framkomu Julian Fellowes. Vísir/Skjáskot Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi. Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi.
Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42