Birgittu verulega brugðið við skýrslu um hryðjuverkaógn Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2015 13:26 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi. Af skýrslunni megi draga þá ályktun að lögreglan telji nauðsynlegt að njósna um Íslendinga eins og hana sjálfa fyrir að aðhyllast tilteknar skoðanir. Skýrsla Ríkislögreglustjóra um meinta hryðjuverkaógn á Íslandi varð opinber á föstudag í síðustu viku. Þar var m.a. fullyrt að til væri einstaklingar á Íslandi sem hefðu bæði vilja og getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi og því þyrfti lögregla forvirkar heimildir til að fylgjast með þeim. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi skýrsluna á Alþingi í morgun og sagði að ótrúlega lítil umræða hefði farið fram um hana þá sólarhringa sem hún hefur verið opinber. Kvatti þingmaðurinn fólk til að lesa viðtal við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing í Morgunblaðinu í dag. „En hann fer á mjög yfirvegaðan og málefnalegan hátt yfir þessi mál og bendir á hið augljósa að það er fullkominn barnaskapur að halda því fram að við getum ekki lent í því sama eins og þær þjóðir sem við berum okkur saman við og eru okkar næstu nágrannar. Við þekkjum það út frá hinum hörmulegu atburðum í Útey og þeim atburðum sem við sáum fyrir nokkrum vikum í Danmörku að því miður getur þetta gerst,“ sagði Guðlaugur Þór Vísaði Guðlaugur Þór til þess að Hæstiréttur hefði nýverið hafnað gæsluvarðhaldsbeiðni vegna tveggja hælisleitenda þar sem annar hefði hótað að fremja voðaverk yrði honum vísað úr landi. Íslendingar yrðu að horfa til reynslu Norðurlandanna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að henni væri verulega brugðið við skýrsluna, sérstaklega vegna þeirra hópa sem skilgreindir væru vegna áhrifa af róttækni í skýrslunni og sagt að sérstök úrræði þyrfti fyrir. „Það eru semsagt anarkistar, islamistar, róttækir hægri- og vinstrimenn sem eru mögulegir ógnvaldar ríkisins. Ég tek þessu mjög alvarlega háttvirtur þingmaður. Ríkislögreglustjóri leggur semsagt til að sköpuð verði sérstök félagsleg úrræði fyrir aðila eins og t.d. mig sem er anarkisti. Fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni í landinu,“ sagði Birgitta á Alþingi í morgun. Í skýrslunni sé talað um þörf á að mynda samráðsvettvang lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að miðla upplýsingum um þessa einstaklinga. „Sem kunna að ógna öryggi almennings, sem eru þá anarkistarnir og róttækir hægri- og vinstrimenn, auk þess sem lögreglan faí forvirkar rannsóknarheimildir til að njósna um okkur. Þetta eru þær aðgerðir sem embættið leggur til að ráðist verði í til að fyrirbyggja hryðjuverk hér á landi. Þetta finnst mér mjög, mjög alvarlegt háttvirtur þíngmaður Guðlaugur Þór Þórðarson. Hérna er lögreglan enn og aftur að reyna að skapa ótta. Rétt eins og í kring um Vítisenga. Hvar eru þeir núna og ógnin í kring um þá,“ spurði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Ríkislögreglustjóra um hryðjuverkaógn á Íslandi. Af skýrslunni megi draga þá ályktun að lögreglan telji nauðsynlegt að njósna um Íslendinga eins og hana sjálfa fyrir að aðhyllast tilteknar skoðanir. Skýrsla Ríkislögreglustjóra um meinta hryðjuverkaógn á Íslandi varð opinber á föstudag í síðustu viku. Þar var m.a. fullyrt að til væri einstaklingar á Íslandi sem hefðu bæði vilja og getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi og því þyrfti lögregla forvirkar heimildir til að fylgjast með þeim. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi skýrsluna á Alþingi í morgun og sagði að ótrúlega lítil umræða hefði farið fram um hana þá sólarhringa sem hún hefur verið opinber. Kvatti þingmaðurinn fólk til að lesa viðtal við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing í Morgunblaðinu í dag. „En hann fer á mjög yfirvegaðan og málefnalegan hátt yfir þessi mál og bendir á hið augljósa að það er fullkominn barnaskapur að halda því fram að við getum ekki lent í því sama eins og þær þjóðir sem við berum okkur saman við og eru okkar næstu nágrannar. Við þekkjum það út frá hinum hörmulegu atburðum í Útey og þeim atburðum sem við sáum fyrir nokkrum vikum í Danmörku að því miður getur þetta gerst,“ sagði Guðlaugur Þór Vísaði Guðlaugur Þór til þess að Hæstiréttur hefði nýverið hafnað gæsluvarðhaldsbeiðni vegna tveggja hælisleitenda þar sem annar hefði hótað að fremja voðaverk yrði honum vísað úr landi. Íslendingar yrðu að horfa til reynslu Norðurlandanna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sagði að henni væri verulega brugðið við skýrsluna, sérstaklega vegna þeirra hópa sem skilgreindir væru vegna áhrifa af róttækni í skýrslunni og sagt að sérstök úrræði þyrfti fyrir. „Það eru semsagt anarkistar, islamistar, róttækir hægri- og vinstrimenn sem eru mögulegir ógnvaldar ríkisins. Ég tek þessu mjög alvarlega háttvirtur þingmaður. Ríkislögreglustjóri leggur semsagt til að sköpuð verði sérstök félagsleg úrræði fyrir aðila eins og t.d. mig sem er anarkisti. Fyrir einstaklinga sem verða fyrir áhrifum róttækni í landinu,“ sagði Birgitta á Alþingi í morgun. Í skýrslunni sé talað um þörf á að mynda samráðsvettvang lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda til að miðla upplýsingum um þessa einstaklinga. „Sem kunna að ógna öryggi almennings, sem eru þá anarkistarnir og róttækir hægri- og vinstrimenn, auk þess sem lögreglan faí forvirkar rannsóknarheimildir til að njósna um okkur. Þetta eru þær aðgerðir sem embættið leggur til að ráðist verði í til að fyrirbyggja hryðjuverk hér á landi. Þetta finnst mér mjög, mjög alvarlegt háttvirtur þíngmaður Guðlaugur Þór Þórðarson. Hérna er lögreglan enn og aftur að reyna að skapa ótta. Rétt eins og í kring um Vítisenga. Hvar eru þeir núna og ógnin í kring um þá,“ spurði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira