Biskup harmar rangfærslur 23. ágúst 2010 12:41 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. Mynd/GVA Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, harmar mistök sem hann gerði í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þar sagði Karl að hafa verði í huga að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisbrot gegn sér fyrir fjórtán árum, hefði kært Ólaf til ríkissaksóknara sem hafi ekki talið efni til að birta ákæru í málinu. Hið rétta er að Ólafur krafðist að fram færi opinber rannsókn rangs sakburðar og ærumeiðandi aðdróttana Sigrúnar og annarra kvenna. Sigrún gagnrýndi þetta harðlega í tilkynningu sem hún sendi fyrr í dag og sagði með ólíkindum að Karl skuli ekki umgangast sannleikann með meiri virðingu en raun ber vitni um. Nú hefur Karl sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hann harmar að hafa farið rangt með staðreyndir í yfirlýsingu sinni í gær. Yfirlýsing biskups: Ég harma það að í yfirlýsingu minni í gær vegna máls Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur árið 1996 var sagt að hún hafi kært þáverandi biskup til ríkissaksóknara. Hið rétta er að hann óskaði eftir því við ríkissaksóknara að fram færi opinber rannsókn og málshöfðun vegna rangs sakburðar og ærumeiðandi aðdróttana. Hann dró síðan kæruna til baka. Ríkissaksóknari taldi ekki efni til opinberrar málshöfðunar. Tengdar fréttir Biskup Íslands segist ekki hafa þaggað niður kynferðisbrotamál Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að hann hafi átt einhvern þátt í því að hafa áhrif á meint fórnarlömb þáverandi biskups Íslands, Ólafs Skúlasonar. 22. ágúst 2010 20:02 Dómsmálaráðherra fundar með biskupi Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. 23. ágúst 2010 06:45 Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál. 20. ágúst 2010 19:11 Prestur krefst rannsóknar á þöggun kirkjunnar Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur vill að kirkjan viðurkenni vanmátt sinn í máli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttir og að óháð sannleiksnefnd verði skipuð til að fara yfir málið í heild sinni. 23. ágúst 2010 12:09 Skriftarbarn getur ekki bundið samvisku prestsins Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði Sveinn að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum væri algjöra og þar væri engan milliveg að finna. 21. ágúst 2010 16:33 Sigrún Pálína: Karl og Hjálmar reyndu að þagga niður í mér Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, hafi Karl Sigurbjörnsson, núverandi biskup, og Hjálmar Jónsson, núverandi Dómkirkjuprestur, reynt að þagga niður í henni. Karl hafi meðal annars vísað til þess að hún ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur segist Karl ekki hafa tekið þátt í að beita Sigrúnu óeðlilegum þrýstingi til að fá hana til að falla frá ásökunum sínum. 23. ágúst 2010 09:57 Sakar biskup um rangfærslur Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisbrot gegn sér fyrir fjórtán árum, sakar Karl Sigurbjörnsson núverandi biskup um rangfærslur í orðsendingu til fjölmiðla í gær. Þar sagði Karl að hann hefði ekki tekið þátt í því að þagga mál Sigrúnar Pálínu niður. 23. ágúst 2010 11:40 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, harmar mistök sem hann gerði í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Þar sagði Karl að hafa verði í huga að Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisbrot gegn sér fyrir fjórtán árum, hefði kært Ólaf til ríkissaksóknara sem hafi ekki talið efni til að birta ákæru í málinu. Hið rétta er að Ólafur krafðist að fram færi opinber rannsókn rangs sakburðar og ærumeiðandi aðdróttana Sigrúnar og annarra kvenna. Sigrún gagnrýndi þetta harðlega í tilkynningu sem hún sendi fyrr í dag og sagði með ólíkindum að Karl skuli ekki umgangast sannleikann með meiri virðingu en raun ber vitni um. Nú hefur Karl sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hann harmar að hafa farið rangt með staðreyndir í yfirlýsingu sinni í gær. Yfirlýsing biskups: Ég harma það að í yfirlýsingu minni í gær vegna máls Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur árið 1996 var sagt að hún hafi kært þáverandi biskup til ríkissaksóknara. Hið rétta er að hann óskaði eftir því við ríkissaksóknara að fram færi opinber rannsókn og málshöfðun vegna rangs sakburðar og ærumeiðandi aðdróttana. Hann dró síðan kæruna til baka. Ríkissaksóknari taldi ekki efni til opinberrar málshöfðunar.
Tengdar fréttir Biskup Íslands segist ekki hafa þaggað niður kynferðisbrotamál Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að hann hafi átt einhvern þátt í því að hafa áhrif á meint fórnarlömb þáverandi biskups Íslands, Ólafs Skúlasonar. 22. ágúst 2010 20:02 Dómsmálaráðherra fundar með biskupi Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. 23. ágúst 2010 06:45 Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál. 20. ágúst 2010 19:11 Prestur krefst rannsóknar á þöggun kirkjunnar Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur vill að kirkjan viðurkenni vanmátt sinn í máli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttir og að óháð sannleiksnefnd verði skipuð til að fara yfir málið í heild sinni. 23. ágúst 2010 12:09 Skriftarbarn getur ekki bundið samvisku prestsins Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði Sveinn að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum væri algjöra og þar væri engan milliveg að finna. 21. ágúst 2010 16:33 Sigrún Pálína: Karl og Hjálmar reyndu að þagga niður í mér Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, hafi Karl Sigurbjörnsson, núverandi biskup, og Hjálmar Jónsson, núverandi Dómkirkjuprestur, reynt að þagga niður í henni. Karl hafi meðal annars vísað til þess að hún ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur segist Karl ekki hafa tekið þátt í að beita Sigrúnu óeðlilegum þrýstingi til að fá hana til að falla frá ásökunum sínum. 23. ágúst 2010 09:57 Sakar biskup um rangfærslur Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisbrot gegn sér fyrir fjórtán árum, sakar Karl Sigurbjörnsson núverandi biskup um rangfærslur í orðsendingu til fjölmiðla í gær. Þar sagði Karl að hann hefði ekki tekið þátt í því að þagga mál Sigrúnar Pálínu niður. 23. ágúst 2010 11:40 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Biskup Íslands segist ekki hafa þaggað niður kynferðisbrotamál Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um að hann hafi átt einhvern þátt í því að hafa áhrif á meint fórnarlömb þáverandi biskups Íslands, Ólafs Skúlasonar. 22. ágúst 2010 20:02
Dómsmálaráðherra fundar með biskupi Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. 23. ágúst 2010 06:45
Biskup: Æðri dómstólar fara yfir mál séra Ólafs Karl Sigurbjörnsson biskup segir að á Íslandi séu menn saklausir uns sekt þeirra sé sönnuð, kirkjan geti því lítið aðhafst í tengslum við ásakanir á hendur forvera sínum, Ólafi Skúlasyni. Aðrir og æðri dómstólar fari yfir hans mál. 20. ágúst 2010 19:11
Prestur krefst rannsóknar á þöggun kirkjunnar Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur vill að kirkjan viðurkenni vanmátt sinn í máli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttir og að óháð sannleiksnefnd verði skipuð til að fara yfir málið í heild sinni. 23. ágúst 2010 12:09
Skriftarbarn getur ekki bundið samvisku prestsins Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna greinar séra Geirs Waage og birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði Sveinn að þagnarskylda presta gagnvart sóknarbörnum væri algjöra og þar væri engan milliveg að finna. 21. ágúst 2010 16:33
Sigrún Pálína: Karl og Hjálmar reyndu að þagga niður í mér Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segir að eftir misheppnaðar sáttatilraunir við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, hafi Karl Sigurbjörnsson, núverandi biskup, og Hjálmar Jónsson, núverandi Dómkirkjuprestur, reynt að þagga niður í henni. Karl hafi meðal annars vísað til þess að hún ekki gert sjúkri móður sinni það að halda málinu til streitu. Sjálfur segist Karl ekki hafa tekið þátt í að beita Sigrúnu óeðlilegum þrýstingi til að fá hana til að falla frá ásökunum sínum. 23. ágúst 2010 09:57
Sakar biskup um rangfærslur Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem sakaði Ólaf Skúlason fyrrverandi biskup um kynferðisbrot gegn sér fyrir fjórtán árum, sakar Karl Sigurbjörnsson núverandi biskup um rangfærslur í orðsendingu til fjölmiðla í gær. Þar sagði Karl að hann hefði ekki tekið þátt í því að þagga mál Sigrúnar Pálínu niður. 23. ágúst 2010 11:40