Biskup Íslands: Við eigum að hjálpa öllum Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma." Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma."
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira