Innlent

Biskupi verður á í messunni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, fór ekki með rétt í frétt Ríksútvarpsins í gær, þegar hún hélt því fram að fólk skráðist sjálfkrafa úr þjóðkirkjunni þegar það flyttist erlendis. Í upplýsingum frá Þjóðskrá kemur fram að þegar Íslendingar flytjist til útlanda séu þeir enn skráðir í þjóðkirkjuna.

Skráningar í og úr trúfélögum þarf að gera sérstaklega og verða engar sjálfkrafa breytingar á skráningu fólks í þau.

Í frétt RÚV í gær sagði biskupinn, þegar hún var að útskýra úrsagnir úr þjóðkirkjunni:

„Eina skýringu nefndi ég áðan og hún er sú að þegar fólk flytur úr landi þá skráist það sjálfkrafa úr þjóðkirkjunni, Þannig að á bak við tölurnar sem birtar eru frá þjóðskránni þá eru skýringar sem ekki eru gefnar upp nema bara tölurnar, þannig að ein skýringin er sú að fólk er að flytja úr landi,“ segir Agnes. Í fréttinni kemur einnig fram að hlutfall landsmanna í þjóðkirkjunni hafi lækkað um fjórtán prósentustig frá aldamótum. Ástæðan fyrir því er allavega ekki að Íslendingar hafi flust erlendis í meira mæli en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×