Innlent

Biskupinn vissi ekki um fortíð forvera síns

Pétur Bürcher, biskup kaþólskra á Íslandi.
Pétur Bürcher, biskup kaþólskra á Íslandi.

Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að honum hafi verið ókunnugt um ásakanir á hendur forvera sínum í biskupsembættinu, Jóhannesi Gijsen, þess efnis að hann hafi fyrir 50 árum sýnt piltum kynferðislega áreitni í Hollandi.

Hann segir að kaþólska kirkjan líti þetta alvarlegum augum og vonist til að málið verði til lykta leitt, og að öllu réttlæti verði fullnægt.

Hollenskir fjölmiðlar greindu frá þessum ásökunum í gær, en Gijsen, sem nú er orðinn 78 ára, neitar ásökunum. Hann var biskup kaþólskra í Reykjavík frá árinum 1995 til 2007.




Tengdar fréttir

Ákærur gegn ráðherrum ræddar á morgun

Ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Íslands verða ræddar á þingfundi sem hefst klukkan hálfellefu á morgun. Tvær þingsályktunartillögur verða ræddar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×