Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2015 09:00 Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. VÍSIR/ERNIR „Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira