Bjargvætturinn fann á sér hvar barnið var að finna Snærós Sindradóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 „Ég fór bara strax af stað og sagði við pabbann að ég skyldi finna barnið og það gerði ég,“ segir Sigurbjörg Hoffritz, starfsmaður á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi, sem fann tveggja ára barn sem ekið var burt á stolnum bíl á fjórða tímanum í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina. Sigurbjörg segist hafa fundið á sér að bílnum hefði verið ekið í Krónuna skammt frá. „Ég er nú svo mikill þverhaus að ég læt ekkert svona fram hjá mér fara. Þegar ég fann bílinn og barnið veifaði ég til þyrlunnar.“ Bíllinn var enn í gangi fyrir utan verslunina og var lagt skakkt í stæði. Sigurbjörg drap á bílnum og hringdi í lögregluna. „Barnið var bara steinsofandi. Hann svaf svo vært að ég var ekkert að vekja hann,“ segir Sigurbjörg.Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.is„Mér fannst þetta rosalega óþægilegt. Þegar þú ert að vinna á svona stað og eitthvað svona gerist þá hugsar þú ekkert heldur bara gerir það sem þú getur. Ég bara fann það á mér að hann hefði farið niður í Krónu. Þegar maður er að passa börn þá hefur maður radarinn alls staðar. Ég hugsaði bara að sá sem tók barnið hlyti að hafa verið svangur og þyrstur svo hann hefði bara skellt sér í Krónuna.“ Sigurbjörg er búin að vinna á leikskóla í á þrettánda ár. Hún segir þetta eftirminnilegasta vinnudaginn til þessa. „Eins og ég sagði við lögregluna þá læt ég ekkert stela barni af mínum leikskóla.“ Þó að Sigurbjörg hafi fengið kærar þakkir fyrir hetjudáðina hefur henni þó ekki verið boðið frí úr vinnunni. „Elskan mín, ég mæti bara eins og venjulega.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
„Ég fór bara strax af stað og sagði við pabbann að ég skyldi finna barnið og það gerði ég,“ segir Sigurbjörg Hoffritz, starfsmaður á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi, sem fann tveggja ára barn sem ekið var burt á stolnum bíl á fjórða tímanum í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina. Sigurbjörg segist hafa fundið á sér að bílnum hefði verið ekið í Krónuna skammt frá. „Ég er nú svo mikill þverhaus að ég læt ekkert svona fram hjá mér fara. Þegar ég fann bílinn og barnið veifaði ég til þyrlunnar.“ Bíllinn var enn í gangi fyrir utan verslunina og var lagt skakkt í stæði. Sigurbjörg drap á bílnum og hringdi í lögregluna. „Barnið var bara steinsofandi. Hann svaf svo vært að ég var ekkert að vekja hann,“ segir Sigurbjörg.Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.is„Mér fannst þetta rosalega óþægilegt. Þegar þú ert að vinna á svona stað og eitthvað svona gerist þá hugsar þú ekkert heldur bara gerir það sem þú getur. Ég bara fann það á mér að hann hefði farið niður í Krónu. Þegar maður er að passa börn þá hefur maður radarinn alls staðar. Ég hugsaði bara að sá sem tók barnið hlyti að hafa verið svangur og þyrstur svo hann hefði bara skellt sér í Krónuna.“ Sigurbjörg er búin að vinna á leikskóla í á þrettánda ár. Hún segir þetta eftirminnilegasta vinnudaginn til þessa. „Eins og ég sagði við lögregluna þá læt ég ekkert stela barni af mínum leikskóla.“ Þó að Sigurbjörg hafi fengið kærar þakkir fyrir hetjudáðina hefur henni þó ekki verið boðið frí úr vinnunni. „Elskan mín, ég mæti bara eins og venjulega.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33