Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 21:10 Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent