Bjarni Benediktsson: Látum ekki hóta okkur til að gangast undir flóttamannastefnu ESB Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 13. september 2015 18:40 Bjarni Benediktsson ætlar ekki að láta undan hótunum, jafnvel þó Brussel geti haft lög að mæla. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki boðlegt að stilla þjóðum upp við vegg og segja að ef þær samþykki ekki að taka á móti tilteknum fjölda flóttamanna, núna og í framtíðinni verði þeim hent út úr samstarfi þjóðanna. Íslensk stjórnvöld muni ekki láta undan hótunum hvað þetta varðar. Evrópusambandið vill að EFTA-ríkin, þar með talið Ísland, taki þátt í áætlun sem miðar að því að jafna hlut ríkjanna í móttöku flóttamanna. Geri þau það ekki eiga þau á hættu, samkvæmt drögum að tillögu sem hefur verið kynnt, að verða látin sæta refsiaðgerðum innan Schengen - svæðisins og útilokuð frá þátttöku í samstarfi um hælisleitendur sem Dyflinnarreglugerðin heyrir undir. Tökum jafnvel við fleirum en ESB villRætt er um að Ísland geti tekið á móti einhverjum hundruðum flóttamanna á ári miðað við efnahagsástandið hér verði leið ESB að veruleika. Þá verður stjórnin tekin úr höndum aðildarríkjanna sem þar með þurfa að una ákvörðunum ESB án þess að vera spurð. Bjarni segir að það geti vel verið að staðreyndin sé sú að það geti vel verið að íslensk stjórnvöld taki við jafn mörgum flóttamönnum og hugmyndir séu uppi um á einhverjum skrifstofum í Brussel. Jafnvel fleirum. En þau ætli ekki að láta undan hótunum. Þetta sé ekki boðleg nálgun við fullvalda þjóð.Innanríkisráðherra á fundiLjóst er að þrýstingurinn Í Evrópu er að aukast en hingað til hefur verið reynt að fara samningaleiðina Innanríkisráðherra er á fundi með öðrum innanríkisráðherrum í Evrópu á morgun og reiknað er með málið komi þar til umræðu. Hann segir stjórnvöld víða um álfuna hafa gefist upp á því að ráða við vandann. Það skipti því máli að bregðast hratt við. Íslendingar ættu ekki að hafa væntingar um að við leysum þennan vanda, en það sé ljóst að við þurfum að gera okkar hlut.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira