Innlent

Bjarni Benediktsson: Mikið álitamál hvað Íslendingar eru að gera með stuðningi við viðskiptaþvinganir

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Mikil óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikið álitamál hvað Íslendingar séu að gera í þessum hópi. Hann segir að óhjákvæmilega hljóti að koma til skoðunar að Íslendingar endurmeti stöðuna þegar afleiðingarnar séu þær sem raun beri vitni. Sérstaklega ef bandamenn þjóðarinnar hjá ESB séu ekki tilbúnir að sýna samstöðu með því að lækka tolla.

„Það hlýtur að koma til skoðunar hjá okkur, þegar að afleiðingarnar við að skrifa undir slíkar þvinganir eru þær sem að raun ber vitni, að endurmeta stöðuna, sérstaklega þegar þeir sem við höfum stillt okkur upp við hliðina á, eru ekki tilbúnir til að sýna samstöðu.”

Bjarni Benediktsson segir ekki tímabært að vera með fullyrðingar um tjónið sem byggðirnar og sjávarútvegurinn verði fyrir.Það sé seinni tíma mál að skoða hvað komi til greina að gera til að létta undir með þeim sem verði fyrir áföllum. Það sé mikilvægast núna að meta hvernig spilist úr stöðunni. Það verði hinsvegar að hefja umræðu um hvað ríkið sé tilbúið að gera til að leysa málið.

Er utanríkisstefnan til sölu?

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum að ólíklegt væri að stuðningurinn yrði afturkallaður. Það væri hinsvegar nauðsynlegt að taka þá umræðu beri viðræður við ESB í næstu viku engan árangur. Hann segir að einhugur sé í ríkisstjórn um viðskiptaþvinganirnar.

Formaður Samfylkingarinnar spyr hvort afstaða Íslands sé til sölu og af hverju stefna Íslands í utanríkismálum sé þá ekki bara auglýst til sölu á Ebay. Hann segir algerlega ljóst að hver höndin sé upp á móti annarri í ríkisstjórninni í afstöðu til málsins og hún hafi verið gersamlega óviðbúin þegar viðskiptabannið skall á.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×