Bjarni Benediktsson nýtur mests trausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2016 07:00 „Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
„Bjarni er náttúrlega formaður stærri flokksins í stjórnarsamstarfinu, þannig að það þarf kannski ekkert að koma á óvart að hann skori hærra enaðrir,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Nýja könnunin sýnir að flestir þeirra sem afstöðu taka segjast bera mest traust til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Tæplega helmingi fleiri bera traust til hans en til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Þriðji í röðinni er svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.Grétar Þór EyþórssonÞað sem vekur þó kannski helst eftirtekt er hversu fáir svarendur, eða einungis þriðjungur, eru reiðubúnir til þess að nefna þann ráðherra sem viðkomandi ber mest traust til. Hins vegar segjast 48 prósent vera óákveðnir í afstöðu sinni og nítján prósent neita að svara. 13?prósent treysta Bjarna best, sjö prósent treysta Ólöfu Nordal best og sex prósent treysta Sigmundi Davíð best. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem afstöðu taka segjast 40 prósent treysta Bjarna Benediktssyni best, 21 prósent segist treysta Ólöfu Nordal best og 17 prósent segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best. Grétar Þór segir að munurinn á Bjarna og Sigmundi Davíð í svona traustskönnun þurfi ekki að koma á óvart. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er náttúrlega bara umdeildari maður og þó við horfum ekki lengra en viku eða hálfan mánuð aftur í tímann, þá er hann búinn að vera í frekar umdeildum málum,“ segir Grétar Þór og nefnir þar borgarmál og málefni sem snerta staðsetningu Landspítalans. „Það kann að hafa áhrif á viðhorf fólks til hans og það kannski skýrir þann mikla mun sem er á milli þeirra.“ Grétar Þór bendir líka á að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, séu á gerólíkum stað í fylgiskönnunum.Hringt var í 1.082 þar til náðist í 794 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var 73,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða ráðherra berðu mest traust til? Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður svo fjallað um hvaða ráðherra nýtur minnsts trausts. Fleiri svarendur tóku afstöðu til þeirrar spurningar.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira