Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2014 11:30 Bjarni Benediktsson svarar Bandaríkjamönnum, og gagnrýni þeirra á hvalveiðar Íslendinga, fullum hálsi. visir/stefán & vilhelm Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira