Bjarni um skuldamál heimilanna: Vill ábyrg loforð 31. desember 2012 14:49 „Ég held að það skipti miklu máli að sýna ábyrgð í þessum málaflokki," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í Kryddsíldinni þegar hann var spurður hvað flokkur hans vildi gera í skuldamálum heimilanna. Bjarni kom á eftir Þór Saari, sem hélt mikla ræðu um fjórflokkana og þeirra eilífa „pex". Þór sagði ennfremur að það ætti að leiðrétta skuldir heimilanna þar sem hér hefði orðið forsendubrestur, meðal annars vegna skorttöku fyrirtækja gegn íslensku krónunni. Bjarni sagði þetta tal óábyrgt, „við viljum ekki gefa loforð um það sem hugsanlega er ekki hægt að standa við," sagði Bjarni og bætti við að þannig væru orð Þórs óábyrg þar sem hann vildi einhverntímann leiðrétta allar skuldir heimilanna. „Flokkurinn hans hvarf út af óábyrgu tali," bætti Bjarni við en Þór mótmælti þessu. Bjarni sagði aftur á móti að það væri nauðsynlegt að auðvelda þeim sem eiga í verulegum vandræðum með skuldir sínar að fara í gegnum einfaldara kerfi en nú er til staðar. „Við viljum fyrst gera fólki kleyft að leita úrræða sem virka, svo þeir þurfi ekki að ganga í gegnum þröng svipugöng," sagði Bjarni og bætti við að hann vildi einnig auka ráðstöfunarfé almennings, svo þau gætu saxað á skuldir.Hægt er að horfa á Kryddsíldina hér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
„Ég held að það skipti miklu máli að sýna ábyrgð í þessum málaflokki," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í Kryddsíldinni þegar hann var spurður hvað flokkur hans vildi gera í skuldamálum heimilanna. Bjarni kom á eftir Þór Saari, sem hélt mikla ræðu um fjórflokkana og þeirra eilífa „pex". Þór sagði ennfremur að það ætti að leiðrétta skuldir heimilanna þar sem hér hefði orðið forsendubrestur, meðal annars vegna skorttöku fyrirtækja gegn íslensku krónunni. Bjarni sagði þetta tal óábyrgt, „við viljum ekki gefa loforð um það sem hugsanlega er ekki hægt að standa við," sagði Bjarni og bætti við að þannig væru orð Þórs óábyrg þar sem hann vildi einhverntímann leiðrétta allar skuldir heimilanna. „Flokkurinn hans hvarf út af óábyrgu tali," bætti Bjarni við en Þór mótmælti þessu. Bjarni sagði aftur á móti að það væri nauðsynlegt að auðvelda þeim sem eiga í verulegum vandræðum með skuldir sínar að fara í gegnum einfaldara kerfi en nú er til staðar. „Við viljum fyrst gera fólki kleyft að leita úrræða sem virka, svo þeir þurfi ekki að ganga í gegnum þröng svipugöng," sagði Bjarni og bætti við að hann vildi einnig auka ráðstöfunarfé almennings, svo þau gætu saxað á skuldir.Hægt er að horfa á Kryddsíldina hér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira