Innlent

Bjarni var víst boðaður á fundinn

Erla Hlynsdóttir skrifar
Mynd: GVA

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var víst boðaður á fund í samráðshópi ráðherra og stjórnarandstöðunnar um skuldavanda heimilanna í morgun.

Þetta segir Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hann hefur sent fréttastofu afrit af fundarboðinu þessu til staðfestningar.

Bjarni sagði í morgun að hann hefði ekkert fundarboð fengið og var hann því ekki á fundinum.

Þangað mættu hins vegar fulltrúar annarra flokka stjórnarandstöðunnar, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Þór Saari. Þeir staðfestu báðir að hafa fengið formlegt fundarboð með tölvupósti og samkvæmt því afriti sem fréttastofa hefur undir höndum var Bjarni einnig boðaður.

Smellið á myndina hér til hliðar til að sjá tölvupóstinn.




Tengdar fréttir

Fulltrúar Hreyfingar og Framsóknar mættu á fundinn

Reglulegum fundarhöldum um skuldavanda heimilanna var fram haldið í morgun klukkan tíu en sérstökum hópi hefur verið komið á laggirnar og er stefnt að því að funda daglega uns niðurstaða fæst í málið. Hópinn skipa fimm ráðherrar, forsætis-, fjármála-, dóms-, félags- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum stjórnarandstöðunnar.

Bjarni fékk ekkert fundarboð

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk ekkert fundarboð á fund ríkisstjórninnar með stjórnarandstöðunni í morgun. Hann segist tilbúinn í samstarf við ríkisstjórnina en segist ekki tilbúinn að taka þátt í einhverju sýndarsamráði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×