Innlent

Bjóða matarþurfa fólki súpu og brauð

Matarþurfa verður hjálpað í Turninum í Kópavogi.
Matarþurfa verður hjálpað í Turninum í Kópavogi.
Starfsmenn veitingahússins Nítjándu í Turninum Kópavogi hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem eru matarþurfi nú í sumarleyfum hjálparstofnana. Starfsmennirnir ætla að bjóða upp á súpu, brauð og drykkjarföng alla mánudaga í júlí á milli klukkan fimm og sjö. Starfsfólk leitaði til Vífilfells og annarra birgja, sem ákváðu að taka þátt.

markaðsstjóri fyrirtækisins segir að verkefnið sýni að með því að snúa bökum saman geti bæði einstaklingar og fyrirtæki lagt sitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Oft þurfi ekki meira til en að hrinda hugmynd í framkvæmd líkt og starfsmenn Nítjándu hafi nú gert.

Fyrsta súpukvöld Nítjándu verður næsta mánudag 12. júlí auk mánudaganna 19. og 26. júlí, ekki verður tekið við neinum pöntunum heldur eingöngu tekið á móti gestum á meðan húsrúm leyfir en eins og fyrr segir verður opið á milli 17-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×