Innlent

Bjóða upp á ókeypis aðstoð við skattframtalið

Á sunnudaginn á milli klukkan 11 og 17 ætla nemendur í lögfræði að bjóða upp á ókeypis aðstoð við skattaframtöl.
Á sunnudaginn á milli klukkan 11 og 17 ætla nemendur í lögfræði að bjóða upp á ókeypis aðstoð við skattaframtöl. mynd/gVA
„Við erum bara rosalega spennt fyrir þessum degi og vonumst til að sjá sem flesta," segir Sigríður Marta Harðardóttir, framkvæmdastjóri Lögfræðiþjónustunnar Lögréttu í Háskólanum í Reykjavík.

Á sunnudaginn næstkomandi verður Skattadagur haldin í skólanum þar sem nemendur í lögfræði munu veita einstaklingum endurgjaldslausa ráðgjöf við skil á skattaframtölum. Þeir sem óska eftir aðstoð hjá Lögréttu lýkur við að skila skattframtalinu á staðnum. Veitt verður aðstoð frá A til Ö, að sögn Sigríðar.

„Við erum 15 til 20 laganemar sem eru á þriðja til fimmta ári í lögfræði. Við erum búin að kynna okkur þetta mjög vel síðustu vikur en helmingurinn af okkur hefur gert þetta áður," segir Sigríður Marta.

Dagurinn er haldinn í samstarfi við KPMG, Arion banka og Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Sérfræðingar hjá KPMG verða á staðnum sem og pólskur túlkur.

Fólk sem óskar eftir aðstoð við skattframtalið er hvatt til að mæta í Háskólann í Reykjavík á sunnudaginn klukkan 11 til 17. „Það eru allir velkomnir," segir Sigríður Marta.

Nánari upplýsingar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×