Bjóða útlendar IP tölur sem nota má til að hala niður frá efnisveitum Valur Grettisson skrifar 25. október 2013 08:00 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi. Fréttablaðið/Anton „Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“ Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
„Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira