Björgólfur segir hópmálsókn gegn sér „gróðabrall" lögmanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2015 14:39 Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent kvörtun til Lögmannafélagsins vegna þess sem hann telur brot á siðareglum lögmanna. Vísar hann til þess að lögmenn sem stofnað hafa málsóknarfélag um mál gegn Björgólfi hafi í gærkvöldi mætt í Kastljós „í auglýsingaskyni þar sem þeir héldu fram röngum, ófullnægjandi og villandi upplýsingum. Þeir hafa, svo fátt eitt sé nefnt, ranglega haldið því fram að viðskipti Samsonar með hluti bankans hafi verið málamyndagerningar sem hafi aldrei verið efndir,“ eins og segir í kvörtun Björgólfs. Þá segir hann lögmennina jafnframt halda því fram að Landsbankinn í Lúxemborg „hafi verið eigandi hluta sem geymdir voru á vörslureikningi viðskiptavinar bankans. Þetta allt gera þeir til að lokka til sín viðskiptavini á röngum forsendum.“ Í kvörtun Björgólfs til Lögmannafélagsins kemur einnig fram að lögmennirnir hafi „um margra ára skeið velkst með málið, án þess að nokkuð markvert hafi komið fram. Lögmennirnir hafa borið háar þóknanir úr býtum.“ Þá segir Björgólfur að lögmennirnir muni „hafa af málsóknarfélaginu 25 milljón krónur í þóknanir fyrir að reka mál um viðurkenningu bótaskyldu. Þetta ætla þeir sér jafnvel þótt málið tapist. Þá fá þeir að auki 5.000 krónur greiddar frá félaginu fyrir hvern félagsmann. Að auki verða félagsmenn að greiða allan annan kostnað vegna málsins, til dæmis vegna vinnu sérfræðinga sem lögmennirnir kalla að málinu. Þóknanir lögmanna og annar kostnaður við rekstur málsins mun því telja í milljónum tuga óháð niðurstöðu þess.“ Vill Björgólfur því meina að málið sé ekki annað en „gróðaball lögmannanna“ sem munu hagnast sama hvernig málið fer. Yfirlýsingu Björgólfs má lesa í heild sinni hér að neðan:Lögmenn í Reykjavík hafa stofnað málsóknarfélag um mál gegn mér. Lögmennirnir hafa um margra ára skeið velkst með málið, án þess að nokkuð markvert hafi komið fram. Lögmennirnir hafa borið háar þóknanir úr býtum.Af opinberum gögnum má sjá að lögmennirnir hyggjast til viðbótar við þegar heimtar þóknanir hafa af málsóknarfélaginu 25 milljón krónur í þóknanir fyrir að reka mál um viðurkenningu bótaskyldu. Þetta ætla þeir sér jafnvel þótt málið tapist. Þá fá þeir að auki 5.000 krónur greiddar frá félaginu fyrir hvern félagsmann. Að auki verða félagsmenn að greiða allan annan kostnað vegna málsins, til dæmis vegna vinnu sérfræðinga sem lögmennirnir kalla að málinu. Þóknanir lögmanna og annar kostnaður við rekstur málsins mun því telja í milljónum tuga óháð niðurstöðu þess. Fái hluthafar skaðabætur dæmdar, sem mér virðist reyndar útilokað og verður ekki fjallað um í málinu sem nú á að höfða, ætla lögmennirnir sér 10% af dæmdum skaðabótum, ofan á allar þóknanir.Málið er því gróðabrall lögmannanna sem hagnast óháð niðurstöðu málsins. Til að ganga í málsóknarfélagið þarf að greiða aðgangseyri, að lágmarki 5.000 krónur en stighækkandi eftir því hve marga hluti viðkomandi hluthafi átti.Til að fá greiðslu þóknana sinna vilja lögmennirnir eðlilega lokka mikinn fjölda hluthafa til málsins. Því er e.t.v. ekki að undra að lögmennirnir séu tilbúnir að beita vafasömum meðölum.Þeir freistuðust til að mæta í Kastljós í gærkvöldi í auglýsingaskyni þar sem þeir héldu fram röngum, ófullnægjandi og villandi upplýsingum. Þeir hafa, svo fátt eitt sé nefnt, ranglega haldið því fram að viðskipti Samsonar með hluti bankans hafi verið málamyndagerningar sem hafi aldrei verið efndir. Þá hafa þeir ranglega haldið því fram að Landsbankinn í Lúxemborg hafi verið eigandi hluta sem geymdir voru á vörslureikningi viðskiptavinar bankans. Þetta allt gera þeir til að lokka til sín viðskiptavini á röngum forsendum.Þetta er óásættanlegt. Ætla má að þetta auglýsingaskrum lögmannanna brjóti í bága við 42. gr. siðareglna lögmanna. Ég hlýt að beina kvörtun vegna þessa til úrskurðarnefndar lögmanna.Óskipt ábyrgð félagsmannaNái lögmennirnir fram vilja sínum og leggi mál fyrir dóm bera félagar málsóknarfélagsins óskipta ábyrgð á málinu gagnvart mér, samkvæmt samþykktum félagsins sjálfs. Verði mér dæmdur málskostnaður get ég því valið hvaða félagsmann sem er og krafið hann um allan kostnaðinn, ekki bara hlutdeild hans.Þá bera félagsmenn óskipta ábyrgð á þóknun lögmannanna, 25 milljónum króna, auk alls annars kostnaðar við rekstur málsins sem getur talið í milljónum. Samningur við lögmenn gerir m.a. ráð fyrir kostnaði erlendis. Sá kostnaður er enn óskilgreindur, en félagsmenn bera samt óskipta ábyrgð á honum. Lögmennirnir geta krafið hvern og einn félagsmann um alla þóknun sína og allan kostnað af rekstri málsins, ekki bara hlutdeild hans.En fjárhagsleg ábyrgð félagsmanna nær enn lengra en bara til kostnaðar við málareksturinn. Leiði rangar ásakanir lögmanna í minn garð til tjóns bera félagsmenn óskipta ábyrgð á hugsanlegum bótum. Þeir sem hafa hæst í málinu fría sig þannig ábyrgð á kostnað almennra hluthafa.Björgólfur Thor Björgólfsson Tengdar fréttir Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Telja Björgólf Thor hafa komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar lánveitingar. 23. júní 2015 20:37 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent kvörtun til Lögmannafélagsins vegna þess sem hann telur brot á siðareglum lögmanna. Vísar hann til þess að lögmenn sem stofnað hafa málsóknarfélag um mál gegn Björgólfi hafi í gærkvöldi mætt í Kastljós „í auglýsingaskyni þar sem þeir héldu fram röngum, ófullnægjandi og villandi upplýsingum. Þeir hafa, svo fátt eitt sé nefnt, ranglega haldið því fram að viðskipti Samsonar með hluti bankans hafi verið málamyndagerningar sem hafi aldrei verið efndir,“ eins og segir í kvörtun Björgólfs. Þá segir hann lögmennina jafnframt halda því fram að Landsbankinn í Lúxemborg „hafi verið eigandi hluta sem geymdir voru á vörslureikningi viðskiptavinar bankans. Þetta allt gera þeir til að lokka til sín viðskiptavini á röngum forsendum.“ Í kvörtun Björgólfs til Lögmannafélagsins kemur einnig fram að lögmennirnir hafi „um margra ára skeið velkst með málið, án þess að nokkuð markvert hafi komið fram. Lögmennirnir hafa borið háar þóknanir úr býtum.“ Þá segir Björgólfur að lögmennirnir muni „hafa af málsóknarfélaginu 25 milljón krónur í þóknanir fyrir að reka mál um viðurkenningu bótaskyldu. Þetta ætla þeir sér jafnvel þótt málið tapist. Þá fá þeir að auki 5.000 krónur greiddar frá félaginu fyrir hvern félagsmann. Að auki verða félagsmenn að greiða allan annan kostnað vegna málsins, til dæmis vegna vinnu sérfræðinga sem lögmennirnir kalla að málinu. Þóknanir lögmanna og annar kostnaður við rekstur málsins mun því telja í milljónum tuga óháð niðurstöðu þess.“ Vill Björgólfur því meina að málið sé ekki annað en „gróðaball lögmannanna“ sem munu hagnast sama hvernig málið fer. Yfirlýsingu Björgólfs má lesa í heild sinni hér að neðan:Lögmenn í Reykjavík hafa stofnað málsóknarfélag um mál gegn mér. Lögmennirnir hafa um margra ára skeið velkst með málið, án þess að nokkuð markvert hafi komið fram. Lögmennirnir hafa borið háar þóknanir úr býtum.Af opinberum gögnum má sjá að lögmennirnir hyggjast til viðbótar við þegar heimtar þóknanir hafa af málsóknarfélaginu 25 milljón krónur í þóknanir fyrir að reka mál um viðurkenningu bótaskyldu. Þetta ætla þeir sér jafnvel þótt málið tapist. Þá fá þeir að auki 5.000 krónur greiddar frá félaginu fyrir hvern félagsmann. Að auki verða félagsmenn að greiða allan annan kostnað vegna málsins, til dæmis vegna vinnu sérfræðinga sem lögmennirnir kalla að málinu. Þóknanir lögmanna og annar kostnaður við rekstur málsins mun því telja í milljónum tuga óháð niðurstöðu þess. Fái hluthafar skaðabætur dæmdar, sem mér virðist reyndar útilokað og verður ekki fjallað um í málinu sem nú á að höfða, ætla lögmennirnir sér 10% af dæmdum skaðabótum, ofan á allar þóknanir.Málið er því gróðabrall lögmannanna sem hagnast óháð niðurstöðu málsins. Til að ganga í málsóknarfélagið þarf að greiða aðgangseyri, að lágmarki 5.000 krónur en stighækkandi eftir því hve marga hluti viðkomandi hluthafi átti.Til að fá greiðslu þóknana sinna vilja lögmennirnir eðlilega lokka mikinn fjölda hluthafa til málsins. Því er e.t.v. ekki að undra að lögmennirnir séu tilbúnir að beita vafasömum meðölum.Þeir freistuðust til að mæta í Kastljós í gærkvöldi í auglýsingaskyni þar sem þeir héldu fram röngum, ófullnægjandi og villandi upplýsingum. Þeir hafa, svo fátt eitt sé nefnt, ranglega haldið því fram að viðskipti Samsonar með hluti bankans hafi verið málamyndagerningar sem hafi aldrei verið efndir. Þá hafa þeir ranglega haldið því fram að Landsbankinn í Lúxemborg hafi verið eigandi hluta sem geymdir voru á vörslureikningi viðskiptavinar bankans. Þetta allt gera þeir til að lokka til sín viðskiptavini á röngum forsendum.Þetta er óásættanlegt. Ætla má að þetta auglýsingaskrum lögmannanna brjóti í bága við 42. gr. siðareglna lögmanna. Ég hlýt að beina kvörtun vegna þessa til úrskurðarnefndar lögmanna.Óskipt ábyrgð félagsmannaNái lögmennirnir fram vilja sínum og leggi mál fyrir dóm bera félagar málsóknarfélagsins óskipta ábyrgð á málinu gagnvart mér, samkvæmt samþykktum félagsins sjálfs. Verði mér dæmdur málskostnaður get ég því valið hvaða félagsmann sem er og krafið hann um allan kostnaðinn, ekki bara hlutdeild hans.Þá bera félagsmenn óskipta ábyrgð á þóknun lögmannanna, 25 milljónum króna, auk alls annars kostnaðar við rekstur málsins sem getur talið í milljónum. Samningur við lögmenn gerir m.a. ráð fyrir kostnaði erlendis. Sá kostnaður er enn óskilgreindur, en félagsmenn bera samt óskipta ábyrgð á honum. Lögmennirnir geta krafið hvern og einn félagsmann um alla þóknun sína og allan kostnað af rekstri málsins, ekki bara hlutdeild hans.En fjárhagsleg ábyrgð félagsmanna nær enn lengra en bara til kostnaðar við málareksturinn. Leiði rangar ásakanir lögmanna í minn garð til tjóns bera félagsmenn óskipta ábyrgð á hugsanlegum bótum. Þeir sem hafa hæst í málinu fría sig þannig ábyrgð á kostnað almennra hluthafa.Björgólfur Thor Björgólfsson
Tengdar fréttir Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Telja Björgólf Thor hafa komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar lánveitingar. 23. júní 2015 20:37 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Telja Björgólf Thor hafa komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar lánveitingar. 23. júní 2015 20:37