Björgum því sem bjargað verður Gunnar Guðbjörnsson skrifar 22. október 2014 07:00 Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar