Innlent

Björgunarsveitir björguðu fjórum villtum og örmagna göngumönnum á Fimmvörðuhálsi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Björgunarsveitir Suðurlands aðstoðuðu fjórar konur á Fimmvörðuhálsi.
Björgunarsveitir Suðurlands aðstoðuðu fjórar konur á Fimmvörðuhálsi. Vísir/Stefán
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaður út laust fyrir hádegi í dag til að sækja tvær göngukonur sem voru villtar og örmagna á Fimmvörðuhálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

„Slæmt veður var á svæðinu, rigning og þoka. Skyggni var lítið sem ekkert, varla sást milli stika og fyrir vikið villtust konurnar af leið. Þeim tókst að koma upp göngutjaldi og þar höfðust þær við þar til hjálp barst en unnt var að ná símasambandi við þær og senda þeim boð gegnum „Rescue me“ kerfið sem gaf upp nákvæma staðsetningu þeirra,“ segir í tilkynningunni.

„Þegar björgunarsveitarmenn á fjórhjólum konu að konunum var hlúð að þeim, þær færðar í hlý og þurr föt og þeim gefinn matur og heitir drykkir en þær voru bæði kaldar og hraktar. Þær eru nú komnar til byggða.  Á leið sinni til kvennanna rákust björgunarmenn á tvær aðrar göngukonur sem höfðu villst í þokunni á Fimmvörðuhálsi og þeim var einnig hjálpað til byggða.

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út eftir hádegi í dag til aðstoðar ferðamanni sem var ófær um gang eftir að hafa slasast á fæti við fossinn Glym í Hvalfirði. Vel gekk að komast að manninum að flytja hann til móts við sjúkrabíl sem flutti þann slasaða á sjúkrahús á Akranesi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×