Innlent

Björgunarsveitir hafa lokið störfum í bili

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn að störfum í Nýlendugötu um klukkan hálf sjö í kvöld.
Björgunarsveitarmenn að störfum í Nýlendugötu um klukkan hálf sjö í kvöld. mynd/heimir már pétursson
Uppfært kl. 20:51

Björgunarsveitir hafa lokið þeim verkefnum sem sköpuðust vegna hvassviðrisins á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg var um að ræða hefðbundin verkefni sem flest tengdust þakplötum og trampólínum.

Svo virðist sem veðrið sé að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu en Landsbjörg segir fulla ástæðu til að hafa varann á næsta sólarhringinn.

-

Uppfært kl. 19:49


Síðasta ferð Herjólfs fellur niður vegna ölduhæðar í Landeyjahöfn. Ölduhæð er nú 2,7m og vindur í hviðum 23 m/s. Tilkynning verður send út klukkan 7 í fyrramálið um stöðu mála fyrir morgundaginn.

-

Nokkrar tilkynningar hafa borist um fok á lausum munum og eru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu komnar til starfa. Svo segir í nýjustu tilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Þar eru ítrekuð tilmæli um að fólk hugi að nágenni sínu og gangi frá lausum munum til að ekki hljótist af þeim tjón eða slys.

Björgunarsveitarmenn voru að störfum í Nýlendugötu þar sem hugað var að tré sem var við það að fjúka vegna veðurofsans. Veðrið hefur ekki náð hámarki og því er enn í fullu gildi viðvörun Almannavarna um að fólk hugi að færð áður en haldið er af stað.

Þá segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook-síðu sinni að þegar séu trampólín farin að fjúka í úthverfum höfuðborgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×