Innlent

Björgunarsveitir hafa sinnt meira en 200 aðstoðarbeiðnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tré fauk um koll á Vitastíg í dag. Mynd/ Jón Helgi.
Tré fauk um koll á Vitastíg í dag. Mynd/ Jón Helgi.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagins Landsbjargar eru enn að störfum á suðvesturhorni landsins. Samkvæmt upplýsingum frá SL er enn mjög hvasst þó að mesta óveðrið virðist vera gengið niður.

Björgunarsveitamenn hafa sinnt 210 aðstoðarbeiðnum á höfuðborgarsvæðinu, um 140 á Suðurnesjum og nokkrum tugum á öðrum stöðum á landinu. Alls hafa rúmlega 200 björgunarsveitarmenn tekið þátt í aðgerðum í dag og munu þeir standa vaktina fram á kvöldið eða eins lengi og þurfa þykir.

Á meðfylgjandi mynd sem Vísir fékk senda sést hvar tré við hús á Vitastíg hefur fokið um koll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×