Björt framtíð heldur fylgi Besta flokksins í borginni Brjánn Jónasson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þá ákvörðun sína á miðvikudag að bjóða sig ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Pólitíska landslagið í borginni hefur lítið breyst samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þótt Jón Gnarr borgarstjóri hafi tilkynnt að hann fari ekki fram að nýju í kosningunum næsta vor, og að Besti flokkurinn verði lagður niður. Pólitískur arftaki Besta flokksins, Björt framtíð, fær samkvæmt könnuninni svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum, 36,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn tapar einhverju fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 27,6 prósent. Samfylkingin og Vinstri grænir standa því sem næst í stað með 19,1 prósent og 7,5 prósenta fylgi. Um 4,5 prósent styðja Framsóknarflokkinn og 4,9 prósent nefndu aðra flokka. Yrðu þetta niðurstöður kosninga yrði fjöldi borgarfulltrúa óbreyttur. Björt framtíð fengi sex borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn fimm, Samfylkingin þrjá og Vinstri græn einn. Talsverð óvissa er þó um stöðuna í borginni því nær helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafði ekki gert upp við sig hvað þeir gætu hugsað sér að kjósa. Þetta háa hlutfall óvissra gæti tengst því hversu stutt er síðan Jón Gnarr tilkynnti um ákvörðun sína. Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var gerð á landsvísu, en einungis Reykvíkingar voru spurðir um afstöðu sína til flokka í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sökum þessa eru skekkjumörkin hærri en í hefðbundinni könnun Fréttablaðsins. Þeirra er getið í meðfylgjandi mynd.Hringt var í 1.809 manns þar til náðist í 1.158, þar af 439 Reykvíkinga, samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 30. og 31. október. Svarhlutfallið var því 64 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira
Pólitíska landslagið í borginni hefur lítið breyst samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þótt Jón Gnarr borgarstjóri hafi tilkynnt að hann fari ekki fram að nýju í kosningunum næsta vor, og að Besti flokkurinn verði lagður niður. Pólitískur arftaki Besta flokksins, Björt framtíð, fær samkvæmt könnuninni svipað fylgi og Besti flokkurinn fékk í síðustu kosningum, 36,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn tapar einhverju fylgi frá síðustu kosningum og mælist með 27,6 prósent. Samfylkingin og Vinstri grænir standa því sem næst í stað með 19,1 prósent og 7,5 prósenta fylgi. Um 4,5 prósent styðja Framsóknarflokkinn og 4,9 prósent nefndu aðra flokka. Yrðu þetta niðurstöður kosninga yrði fjöldi borgarfulltrúa óbreyttur. Björt framtíð fengi sex borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn fimm, Samfylkingin þrjá og Vinstri græn einn. Talsverð óvissa er þó um stöðuna í borginni því nær helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafði ekki gert upp við sig hvað þeir gætu hugsað sér að kjósa. Þetta háa hlutfall óvissra gæti tengst því hversu stutt er síðan Jón Gnarr tilkynnti um ákvörðun sína. Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var gerð á landsvísu, en einungis Reykvíkingar voru spurðir um afstöðu sína til flokka í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sökum þessa eru skekkjumörkin hærri en í hefðbundinni könnun Fréttablaðsins. Þeirra er getið í meðfylgjandi mynd.Hringt var í 1.809 manns þar til náðist í 1.158, þar af 439 Reykvíkinga, samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 30. og 31. október. Svarhlutfallið var því 64 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 51,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Sjá meira