Innlent

Blaðaljósmyndir ársins

Umhverfismynd ársins eftir Vilhelm Gunnarsson.
Umhverfismynd ársins eftir Vilhelm Gunnarsson. Vísir/Vilhelm
Blaðaljósmyndarafélag Íslands opnaði árlega ljósmyndasýningu sína í Gerðarsafni í dag. Má á sýningunni sjá þær myndir sem hlutu verðlaun félagsins í ár sem bestu frétta- og blaðaljósmyndir ársins. Ljósmyndararnir sem tóku myndirnar voru heiðraðir og einnig var tilkynnt hverjir hlutu Blaðamannaverðlaunin í ár

Mynd ársins var valin mynd Páls Stefánssonar af Maylis Lasserre, franskri stúlku sem var týnd á Vestfjörðum í tvo daga. Sú mynd var einnig hlutskörpust í flokkinum Portrettmynd ársins. 

Fréttamynd ársins tók Sigtryggur Ari Jóhannesson af Karli Vigni Þorsteinssyni er hann var færður fyrir héraðsdómara.

Umhverfismynd ársins tók Vilhelm Gunnarsson af síldardauða í Kolgrafarfirði.

Myndröð ársins var eftir Kjartan Þorbjörnsson og sýnir svipmyndir úr lífi Guðmundar Felix Grétarssonar sem missti báða handleggi í vinnuslysi. Kjartan hlaut einnig verðlaun í flokknum Daglegt líf fyrir mynd sem sýnir ungt fólk í gervi uppvakninga á Hverfisgötu. 

Tímaritamynd ársins tók Kristinn Magnússon af tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta.

Íþróttamynd ársins tók Árni Torfason af hlauparanum Anítu Hinriksdóttur.

Sjá má allar verðlaunamyndirnir hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×