Blaðamenn DV fordæma skýrslu um sig sjálfa Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2014 16:19 Blaðamenn DV segja skýrsluna ófaglega, líkari bloggi en faglegri úttekt og litist mjög af skoðunum höfunda. Skýrsla Eggerts Skúlasonar hefur verið fordæmd með afgerandi hætti í dag. „DV er sannarlega ekki hafið yfir gagnrýni, frekar en önnur fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði, og geta stjórnendur fyrirtækisins og starfsmenn þess lært margt af hlutlægri og vel undirbyggðri gagnrýni. Slík fagleg úttekt hefði getað verið til gagns. Úttekt Franca getur hins vegar ekki verið neinum til gagns vegna þeirra aðferðafræðilegu annmarka sem eru á henni auk sterkra skoðana höfunda á viðfangsefninu,“ segir í niðurlagi yfirlýsingar sem blaðamenn DV voru að senda frá sér nú rétt í þessu. Þar er skýrslan sem Vísir hefur birt og fjallar um DV, en hana skrifuðu Eggert Skúlason og Eygló Jónsdóttir fyrir hönd almannatengslafyrirtækisins Franca, fordæmd. Áður hefur formaður Blaðamannafélags Íslands sett út á efni skýrslunnar sem og IMMI, sem beinlínis varar við skýrslunni. Eggert Skúlason kaus að tjá sig ekki um skýrsluna eða viðbrögð við henni þegar Vísir leitaði eftir því. „Ég hef akkúrat ekkert að segja um þetta. Ég var beðinn um þetta verk af stjórn útgáfufélagsins. Það er ekki mitt að fara að rökstyðja það.“ „Í stuttu máli er úttektin illa unnin og virðist að mestu byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Í úttektinni segir meðal annars: „Blaðið þarf að upplýsa og sannfæra almenning um að áfram verði haldið á þeirri braut að stinga á kýlum í samfélaginu, en um leið að fjölmiðillinn sjálfur sé ekki eitt slíkra kýla.“ Þarna birtast til dæmis skoðanir um að DV kunni að vera „kýli“ á samfélaginu sem virðist byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Þessi skoðun er ekki undirbyggð með hlutlægum hætti í skýrslunni,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þar má einnig lesa dóm á borð við þennan: „Hún líkist frekar skoðanagrein á bloggsvæði en faglegri, hlutlægri skýrslu um fyrirtæki eftir sérfræðinga. Úttekin dæmir sig því eiginlega sjálf.“ Yfirlýsingin, sem 23 blaðamenn DV skrifa undir, og vekur athygli að meðal þeirra er Hallgrímur Thorsteinsson ritstjóri, hefst á þessum orðum og má á þessum orðum skilja að blaðamennirnir vilja síður sitja undir því að teljast kýli á samfélaginu. Það fylgdi svo sögunni að blaðamenn DV ætla ekki að tjá sig frekar um málið.Yfirlýsing frá blaðamönnum DV í heild sinni Eftirfarandi starfsmenn ritstjórnar DV gera athugasemdir við úttekt á ritstjórn blaðsins sem almannatengslafyrirtækið Franca ehf. hefur unnið fyrir stjórn útgáfufélagsins. Í stuttu máli er úttektin illa unnin og virðist að mestu byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Í úttektinni segir meðal annars: „Blaðið þarf að upplýsa og sannfæra almenning um að áfram verði haldið á þeirri braut að stinga á kýlum í samfélaginu, en um leið að fjölmiðillinn sjálfur sé ekki eitt slíkra kýla.“ Þarna birtast til dæmis skoðanir um að DV kunni að vera „kýli“ á samfélaginu sem virðist byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Þessi skoðun er ekki undirbyggð með hlutlægum hætti í skýrslunni. Úttekin byggir á takmörkuðum heimildum og eru dregnar ályktanir um starfsemi ritstjórnar DV út frá skoðunum ótilgreinds fólks og hópa í samfélaginu. Í úttektinni segir til dæmis að „ …blaðið hafi verið fært meira út á jaðarinn en góðu hófi gegnir og efnistök þess skoðanir stríði þess vegna á móti lífsskoðunum stórs hóps lesenda.“ Þessi staðhæfing er órökstudd og er ekki vísað í nein dæmi eða heimildarmenn henni til stuðnings. Í úttektinni er sett fram sú hugmynd að blaðamenn eigi sjálfir að taka þátt í greiðslu kostnaðar sem hlýst af dómsmálum þar sem þeim er stefnt vegna umfjöllunnar sinnar. Orðrétt segir í skýrslunni: „Hér kæmi fyllilega til greina að blaðamenn taki á sig hluta af þeim kostnaði sem verður til vegna málssóknar á hendur útgáfunni, vegna þeirra skrifa. Slík þátttaka yrði aldrei meiri en táknræn, en þó þannig að hún gæti tekið mið af einum mánaðarlaunum, eins og þekkt er hjá öðrum fjölmiðlum.“ Þessi hugmynd stríðir gegn 51. grein fjölmiðlalaga þar sem segir: „Fjölmiðlaveita ber ábyrgð á greiðslu stjórnvaldssekta, fésekta og skaðabóta sem starfsmanni hennar kann að vera gert að greiða samkvæmt þessari grein.“ Starfsmenn DV hafna því þessari hugmynd með öllu enda á hún sér ekki stoð í lögum. Þá er í úttektinni að mestu bara fjallað um meintar neikvæðar hliðar DV en á sama tíma er horft framhjá jákvæðum hliðum blaðsins og fyrirtækisins. Engin ein ritstjórn hefur til dæmis fengið fleiri tilnefningar til íslensku blaðamannaverðlaunanna fyrir rannsóknarblaðamennsku og DV og nokkrir blaðamenn miðilsins hafa fengið þessi verðlaun síðastliðin ár. Fyrr á árinu fengu þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson til dæmis verðlunin fyrir lekamálið. DV.is er þriðji mest lesni vefmiðill landsins og hafa notendur margfaldast síðastliðin ár auk þess sem áskrifendum blaðsins fjölgaði eftir að nýtt útgáfufélag tók við rekstrinum árið 2010. Þá segja skýrsluhöfundar að einungis 50 prósent svarhlutfall hafi verið í netkönnun sem send var út til starfsmanna og er þar með látið í það skína að viðhorf starfsmanna gagnvart henni hafi ekki verið jákvætt. Sumir starfsmenn DV fengu könnunina hins vegar aldrei senda, jafnvel þrátt fyrir að þeir hefðu beðið um það sérstaklega, og gátu því ekki svarað henni. Þá voru ekki allir starfsmenn á ritstjórn DV boðaðir í viðtöl af skýrsluhöfundum. Á það skal einnig bent að miðað við efni skýrslunnar virðist lítið af efni komið frá starfsmönnunum sjálfum og bendir þetta til að lítið hafi verið stuðst við skoðanir starfsmanna DV ehf. þegar úttektin var skrifuð. Þessar athugasemdir starfsmanna DV eru ekki tæmandi. Í einfölduðu máli má segja að vegna þeirra fjölmörgu galla sem eru á úttekt Franca ehf. þá sé hún ekki marktæk. Hún líkist frekar skoðanagrein á bloggsvæði en faglegri, hlutlægri skýrslu um fyrirtæki eftir sérfræðinga. Úttekin dæmir sig því eiginlega sjálf. Starfsmenn DV ehf. hefðu fagnað hlutlægri úttekt á fyrirtækinu sem hægt hefði verið að nota til að draga lærdóma af um það sem betur mætti fara í vinnu þeirra. DV er sannarlega ekki hafið yfir gagnrýni, frekar en önnur fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði, og geta stjórnendur fyrirtækisins og starfsmenn þess lært margt af hlutlægri og vel undirbyggðri gagnrýni. Slík fagleg úttekt hefði getað verið til gagns. Úttekt Franca getur hins vegar ekki verið neinum til gagns vegna þeirra aðferðafræðilegu annmarka sem eru á henni auk sterkra skoðana höfunda á viðfangsefninu. Blaðamenn DV ehf.: Hallgrímur Thorsteinsson Ingi F. Vilhjálmsson Ásta Sigrún Magnúsdóttir Sigurður Mikael Jónsson María Lilja Þrastardóttir Birgir Olgeirsson Dagný H. Erlendsdóttir Baldur Guðmundsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Jóhann Páll Jóhannsson Áslaug Karen Jóhannsdóttir Kristján Guðjónsson Erla Karlsdóttir Jón Bjarki Magnússon Indíana Hreinsdóttir Hjálmar Friðriksson Helga Dís Björgúlfsdóttir Sigtryggur Ari Jóhannsson Atli Már Gylfason Sveinbjörn Þórðarson Einar Þór Sigurðsson Jóhann Hauksson Ásgeir Jónsson Jón Steinar Sandholt Tengdar fréttir Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56 IMMI varar við skýrslu Eggerts og Eyglóar Hugmyndir um að blaðamenn taki þátt í kostnaði vegna málsókna eru fordæmdar. Þá er goldinn varhugur við ritskoðunarhugmyndum athugasemdakerfa. 4. nóvember 2014 15:50 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Steinn Kári ráðinn framkvæmdastjóri DV Steinn Kári Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins DV ehf, sem rekur DV og DV.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DV. 17. október 2014 09:52 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
„DV er sannarlega ekki hafið yfir gagnrýni, frekar en önnur fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði, og geta stjórnendur fyrirtækisins og starfsmenn þess lært margt af hlutlægri og vel undirbyggðri gagnrýni. Slík fagleg úttekt hefði getað verið til gagns. Úttekt Franca getur hins vegar ekki verið neinum til gagns vegna þeirra aðferðafræðilegu annmarka sem eru á henni auk sterkra skoðana höfunda á viðfangsefninu,“ segir í niðurlagi yfirlýsingar sem blaðamenn DV voru að senda frá sér nú rétt í þessu. Þar er skýrslan sem Vísir hefur birt og fjallar um DV, en hana skrifuðu Eggert Skúlason og Eygló Jónsdóttir fyrir hönd almannatengslafyrirtækisins Franca, fordæmd. Áður hefur formaður Blaðamannafélags Íslands sett út á efni skýrslunnar sem og IMMI, sem beinlínis varar við skýrslunni. Eggert Skúlason kaus að tjá sig ekki um skýrsluna eða viðbrögð við henni þegar Vísir leitaði eftir því. „Ég hef akkúrat ekkert að segja um þetta. Ég var beðinn um þetta verk af stjórn útgáfufélagsins. Það er ekki mitt að fara að rökstyðja það.“ „Í stuttu máli er úttektin illa unnin og virðist að mestu byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Í úttektinni segir meðal annars: „Blaðið þarf að upplýsa og sannfæra almenning um að áfram verði haldið á þeirri braut að stinga á kýlum í samfélaginu, en um leið að fjölmiðillinn sjálfur sé ekki eitt slíkra kýla.“ Þarna birtast til dæmis skoðanir um að DV kunni að vera „kýli“ á samfélaginu sem virðist byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Þessi skoðun er ekki undirbyggð með hlutlægum hætti í skýrslunni,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Þar má einnig lesa dóm á borð við þennan: „Hún líkist frekar skoðanagrein á bloggsvæði en faglegri, hlutlægri skýrslu um fyrirtæki eftir sérfræðinga. Úttekin dæmir sig því eiginlega sjálf.“ Yfirlýsingin, sem 23 blaðamenn DV skrifa undir, og vekur athygli að meðal þeirra er Hallgrímur Thorsteinsson ritstjóri, hefst á þessum orðum og má á þessum orðum skilja að blaðamennirnir vilja síður sitja undir því að teljast kýli á samfélaginu. Það fylgdi svo sögunni að blaðamenn DV ætla ekki að tjá sig frekar um málið.Yfirlýsing frá blaðamönnum DV í heild sinni Eftirfarandi starfsmenn ritstjórnar DV gera athugasemdir við úttekt á ritstjórn blaðsins sem almannatengslafyrirtækið Franca ehf. hefur unnið fyrir stjórn útgáfufélagsins. Í stuttu máli er úttektin illa unnin og virðist að mestu byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Í úttektinni segir meðal annars: „Blaðið þarf að upplýsa og sannfæra almenning um að áfram verði haldið á þeirri braut að stinga á kýlum í samfélaginu, en um leið að fjölmiðillinn sjálfur sé ekki eitt slíkra kýla.“ Þarna birtast til dæmis skoðanir um að DV kunni að vera „kýli“ á samfélaginu sem virðist byggja á skoðunum úttektarhöfunda sjálfra. Þessi skoðun er ekki undirbyggð með hlutlægum hætti í skýrslunni. Úttekin byggir á takmörkuðum heimildum og eru dregnar ályktanir um starfsemi ritstjórnar DV út frá skoðunum ótilgreinds fólks og hópa í samfélaginu. Í úttektinni segir til dæmis að „ …blaðið hafi verið fært meira út á jaðarinn en góðu hófi gegnir og efnistök þess skoðanir stríði þess vegna á móti lífsskoðunum stórs hóps lesenda.“ Þessi staðhæfing er órökstudd og er ekki vísað í nein dæmi eða heimildarmenn henni til stuðnings. Í úttektinni er sett fram sú hugmynd að blaðamenn eigi sjálfir að taka þátt í greiðslu kostnaðar sem hlýst af dómsmálum þar sem þeim er stefnt vegna umfjöllunnar sinnar. Orðrétt segir í skýrslunni: „Hér kæmi fyllilega til greina að blaðamenn taki á sig hluta af þeim kostnaði sem verður til vegna málssóknar á hendur útgáfunni, vegna þeirra skrifa. Slík þátttaka yrði aldrei meiri en táknræn, en þó þannig að hún gæti tekið mið af einum mánaðarlaunum, eins og þekkt er hjá öðrum fjölmiðlum.“ Þessi hugmynd stríðir gegn 51. grein fjölmiðlalaga þar sem segir: „Fjölmiðlaveita ber ábyrgð á greiðslu stjórnvaldssekta, fésekta og skaðabóta sem starfsmanni hennar kann að vera gert að greiða samkvæmt þessari grein.“ Starfsmenn DV hafna því þessari hugmynd með öllu enda á hún sér ekki stoð í lögum. Þá er í úttektinni að mestu bara fjallað um meintar neikvæðar hliðar DV en á sama tíma er horft framhjá jákvæðum hliðum blaðsins og fyrirtækisins. Engin ein ritstjórn hefur til dæmis fengið fleiri tilnefningar til íslensku blaðamannaverðlaunanna fyrir rannsóknarblaðamennsku og DV og nokkrir blaðamenn miðilsins hafa fengið þessi verðlaun síðastliðin ár. Fyrr á árinu fengu þeir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson til dæmis verðlunin fyrir lekamálið. DV.is er þriðji mest lesni vefmiðill landsins og hafa notendur margfaldast síðastliðin ár auk þess sem áskrifendum blaðsins fjölgaði eftir að nýtt útgáfufélag tók við rekstrinum árið 2010. Þá segja skýrsluhöfundar að einungis 50 prósent svarhlutfall hafi verið í netkönnun sem send var út til starfsmanna og er þar með látið í það skína að viðhorf starfsmanna gagnvart henni hafi ekki verið jákvætt. Sumir starfsmenn DV fengu könnunina hins vegar aldrei senda, jafnvel þrátt fyrir að þeir hefðu beðið um það sérstaklega, og gátu því ekki svarað henni. Þá voru ekki allir starfsmenn á ritstjórn DV boðaðir í viðtöl af skýrsluhöfundum. Á það skal einnig bent að miðað við efni skýrslunnar virðist lítið af efni komið frá starfsmönnunum sjálfum og bendir þetta til að lítið hafi verið stuðst við skoðanir starfsmanna DV ehf. þegar úttektin var skrifuð. Þessar athugasemdir starfsmanna DV eru ekki tæmandi. Í einfölduðu máli má segja að vegna þeirra fjölmörgu galla sem eru á úttekt Franca ehf. þá sé hún ekki marktæk. Hún líkist frekar skoðanagrein á bloggsvæði en faglegri, hlutlægri skýrslu um fyrirtæki eftir sérfræðinga. Úttekin dæmir sig því eiginlega sjálf. Starfsmenn DV ehf. hefðu fagnað hlutlægri úttekt á fyrirtækinu sem hægt hefði verið að nota til að draga lærdóma af um það sem betur mætti fara í vinnu þeirra. DV er sannarlega ekki hafið yfir gagnrýni, frekar en önnur fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði, og geta stjórnendur fyrirtækisins og starfsmenn þess lært margt af hlutlægri og vel undirbyggðri gagnrýni. Slík fagleg úttekt hefði getað verið til gagns. Úttekt Franca getur hins vegar ekki verið neinum til gagns vegna þeirra aðferðafræðilegu annmarka sem eru á henni auk sterkra skoðana höfunda á viðfangsefninu. Blaðamenn DV ehf.: Hallgrímur Thorsteinsson Ingi F. Vilhjálmsson Ásta Sigrún Magnúsdóttir Sigurður Mikael Jónsson María Lilja Þrastardóttir Birgir Olgeirsson Dagný H. Erlendsdóttir Baldur Guðmundsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Jóhann Páll Jóhannsson Áslaug Karen Jóhannsdóttir Kristján Guðjónsson Erla Karlsdóttir Jón Bjarki Magnússon Indíana Hreinsdóttir Hjálmar Friðriksson Helga Dís Björgúlfsdóttir Sigtryggur Ari Jóhannsson Atli Már Gylfason Sveinbjörn Þórðarson Einar Þór Sigurðsson Jóhann Hauksson Ásgeir Jónsson Jón Steinar Sandholt
Tengdar fréttir Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56 IMMI varar við skýrslu Eggerts og Eyglóar Hugmyndir um að blaðamenn taki þátt í kostnaði vegna málsókna eru fordæmdar. Þá er goldinn varhugur við ritskoðunarhugmyndum athugasemdakerfa. 4. nóvember 2014 15:50 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Steinn Kári ráðinn framkvæmdastjóri DV Steinn Kári Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins DV ehf, sem rekur DV og DV.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DV. 17. október 2014 09:52 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56
IMMI varar við skýrslu Eggerts og Eyglóar Hugmyndir um að blaðamenn taki þátt í kostnaði vegna málsókna eru fordæmdar. Þá er goldinn varhugur við ritskoðunarhugmyndum athugasemdakerfa. 4. nóvember 2014 15:50
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45
Steinn Kári ráðinn framkvæmdastjóri DV Steinn Kári Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins DV ehf, sem rekur DV og DV.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DV. 17. október 2014 09:52
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent