Innlent

Blaðið kemur út í dag

Nýtt dagblað, Blaðið, hefur göngu sína í dag. Blaðinu verður dreift með póstinum og berst það til einstaklinga og fyrirtækja á tímabilinu frá níu og fram yfir hádegi. Dreifingin verður fyrst um sinn til allra heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu en dreifingin verður fljótlega aukin. Karl Garðarsson, ritstjóri Blaðsins, segir að blaðið leggi áherslu á fréttir um daglegt líf fólks. "Við ætlum að vera með fréttir sem höfða til sem flestra. Við erum með hefðbundnar fréttir og fréttir af mannlífi og áhugamálum fólks." Blaðið kemur út fimm daga vikunnar og er því dreift ókeypis. Það liggur frammi á öllum Esso-stöðvum. Um 25-30 starfsmenn vinna hjá útgáfufélaginu Ár og dagar. Félagið gefur Blaðið út. Karl Garðarsson verður ritstjóri þess fyrst um sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×